#6: Júlían J.K. Jóhannsson: Heimsmeistari í réttstöðulyftu

Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er 26 ára gamall og hefur stundað kraftlyftingar síðan hann var 15 ára en honum hefur vægast sagt gengið vel á þessum 11 ára ferli. Á síðasta ári stimplaði hann sig inn sem heimsmeistari þegar hann tvísló fyrra heimsmetið (397,5 kg) þegar hann lyfti 398 kg í annarri lyftunni sinni og svo 405 kg í þriðju og síðustu lyftunni. Í þættinum fer hann í gegnum mótið og heimsmetið ásamt því að tala um stress og áhættur, markmið og framhaldið. Þátturinn er á vegum Útvarp 101.

129
36:58

Vinsælt í flokknum Aðeins meira en bara GYM