Björgunarsveitarfólk var farið að langa út á rúntinn
Vala Dröfn Hauksdóttir hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi segir að verkefni hafi farið að tínast inn um klukkan hálf fjögur í nótt. Fastir bílar og brotnir gluggar hafi verið á verkefnalistanum. Klassísk verkefni að sögn Völu Drafnar.