Lagði mikið af mörkum til stærðfræðisamfélagsins
Nanna Kristjánsdóttir hlaut í dag hvatningarverðlaunin framúrskarandi ungur Íslendingur fyrir afrek á sviði menntamála. Um tvö hundruð voru tilnefndir í ár en Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti Nönnu verðlaunin í Höfuðstöðinni í dag auk þess að veita öðrum sem valdir voru í svokallaðan topp tíu hóp viðurkenningu.