400 klst. af viðtölum við homma og lesbíur á netinu
Um fjögur hundruð klukkustundir af viðtölum við homma og lesbíur verða aðgengileg á vefnum svonafolk.is sem verður opnaður í kvöld. Efnið er aukaefni heimildarmyndar um jaðarsögu homma og lesbía á Íslandi sem inniheldur viðtöl frá árinu 1992.