Myndbandaspilari er að hlaða.
90 ára skvísa eldhress! Hvernig?
Hulda Emilsdóttir er 91 árs og er algjör skvísa. Hvernig verður maður svona hress og kátur rúmlega níræður? Jú hún gerir sig fína á hverjum degi og er algjör töffari. Og hún segir að gott skap og söngur og gleði sé lykillinn að langlífi og hamingju. Hulda bjó í Bandaríkjunum í rúm fimmtíu ár en er nú flutt heim til Íslands og elskar að vera í íslenskri náttúru og nýtur alls þess sem er íslenskt enda borðar hún bara einfaldan og hreinan íslenskan mat og sleppir sykri og óhollustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og heimsótti þessa jákvæðu og hressu konu sem spilar á ýmis hljóðfæri og syngur helst daglega.