„Frábærar í fyrri en seinni hálfleikur var hryllilegur“ Þróttur sigraði Selfoss 3-0 á heimavelli fyrr í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari liðsins, var sáttur með niðurstöðu leiksins en óánægður með frammistöðu liðsins í seinni hálfleik. Fótbolti 3. júlí 2023 22:32
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur heldur í við toppliðin Þróttur vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti botnliði Selfoss í fyrsta leik 11. umferðar Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum stökk Þróttur upp í þriðja sæti deildarinnar, en Selfyssingar eru enn límdir við botninn. Íslenski boltinn 3. júlí 2023 21:50
Besta upphitunin: Í sigurvímu eftir afrekið sögulega Erna Guðrún Magnúsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmenn Víkings, mættu glaðbeittar til Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphitunina og rýndu meðal annars í komandi leiki í 11. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Íslenski boltinn 3. júlí 2023 14:46
Kjóstu besta leikmann júní í Bestu deildinni Fimm knattspyrnukonur eru tilnefndar sem leikmaður mánaðarins í júní, í Bestu deildinni. Kosningin fer fram á Vísi og niðurstöðurnar verða kynntar í Bestu mörkunum. Íslenski boltinn 3. júlí 2023 12:31
Rekinn frá KR eftir minna en ár í starfi Perry Mclachan hefur verið rekinn frá KR. Hann stýrði liðinu í Lengjudeild kvenna. Árangurinn hefur ekki verið nægilega góður og situr liðið í næst neðsta sæti með sex stig. Íslenski boltinn 1. júlí 2023 21:15
Stjarnan slapp við Arsenal og Valur mætir Tyrkjum Valur og Stjarnan voru bæði meðal þeirra liða sem komu upp úr skálunum þegar dregið var í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í dag. Fótbolti 30. júní 2023 11:32
Anna Björk frá Inter í Val Landsliðskonana Anna Björk Kristjánsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals frá ítalska félaginu Inter. Fótbolti 27. júní 2023 13:16
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 0-1 | Stólarnir með dýrmætan útisigur Keflavík og Tindastóll áttust við í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðin sátu í 7. og 8. sæti deildarinnar og þurftu bæði á sigri að halda til að slíta sig frá botnbaráttunni. Fótbolti 26. júní 2023 22:32
„Ég held að skot Elísu hafi farið inn“ Murielle Tiernan, framherji Tindastóls var kampakát eftir 0-1 sigur gegn Keflavík á HS Orku vellinum. Leikið var í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 26. júní 2023 22:16
Umfjöllun og viðtöl: FH - Þróttur 0-0 | Markalaust í Hafnarfirði FH og Þróttur gerðu markalaust jafntefli á Kaplakrikavelli. Fyrri hálfleikur var góð skemmtun þar sem FH hélt betur í boltann en Þróttur fékk hættulegri færi. Það gerðist lítið sem ekkert í síðari hálfleik en þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir fékk Shaina dauðafæri en Íris Dögg varði frábærlega frá henni. Fótbolti 26. júní 2023 22:15
„Baráttan og viljinn var til fyrirmyndar“ FH og Þróttur gerðu markalaust jafntefli í 10. umferð Bestu-deildar kvenna. Guðni Eiríksson, þjálfara FH, fannst stigið vera nokkuð sanngjarnt. Sport 26. júní 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - ÍBV 0-2 | ÍBV skilur Selfyssinga eftir á botninum ÍBV vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið heimsótti Selfyssinga í botnslag Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur ÍBV síðan 15. maí síðastliðinn. Fótbolti 26. júní 2023 20:42
„Þetta eyðileggur leikinn fyrir okkur“ „Þetta er bara grátlegt, alveg grátlegt,“ sagði niðurlútur Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Fótbolti 26. júní 2023 20:28
Verðlaunuðu Fanndísi sjötíu mánuðum eftir hennar síðasta leik með félaginu Fanndís Friðriksdóttir fékk viðurkenningu fyrir stórleik Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna í gærkvöldi. Íslenski boltinn 26. júní 2023 14:30
Geta unnið sinn fimmta leik í röð í kvöld: „Þurfum að vera ofan á í baráttu og vilja“ Athyglisverð viðureign mun eiga sér stað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld þegar spútniklið deildarinnar til þessa, nýliðar FH, taka á móti Þrótti Reykjavík. Ljóst er að sigri annað hvort liðið í kvöld, þá mun það lið lyfta sér upp í 3. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 26. júní 2023 12:15
„Mér fannst tíminn ekkert líða“ Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar. Fótbolti 25. júní 2023 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 2-1 | Breiðablik upp fyrir Val á toppi deildarinnar Breiðablik vann afar þýðingarmikinn 2-1 sigur þegar liðið mætti Val í toppslag í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin eru nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar en og Breiðablik hirti toppsætið af Val þar sem Blikaliðið hefur betri markatölu. Fótbolti 25. júní 2023 21:11
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 3-3 | Endurkoma heimakvenna í ótrúlegum leik Þór/KA og Stjarnan fengu sitthvort stigið í hreint ótrúlegum leik norðan heiða í dag. Gestirnir leiddu 3-0 eftir fyrri hálfleikinn en heimakonur björguðu stigi með jöfnunarmarki á 89. mínútu leiksins. Lokatölur því 3-3 í frábærum fótboltaleik. Fótbolti 25. júní 2023 19:47
„Það er eins og einhver hafi komist í mixerinn og hrært í öllum tökunum“ „Ég held að engin leikur í heiminum hafi verið meiri leikur tveggja hálfleikja og þessi“, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir magnaða endurkomu hans stelpna í síðari hálfleik á móti Stjörnunni. Hálfleikstölur 0-3 fyrir Stjörnunni en lokatölur 3-3. Sport 25. júní 2023 19:03
Besta upphitunin: „Auðvitað hefur maður líka metnað að vera aðalþjálfari“ Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Þróttar, og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 10. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 25. júní 2023 12:09
Dagskráin í dag: Besta deildin og golf Besta deild kvenna í knattspyrnu og golf er í fyrirrúmi hjá okkur á Stöð 2 Sport í dag. Fótbolti 25. júní 2023 06:00
„Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum“ Fyrir mót var Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í fótbolta af Vísi. Eftir tap gegn botnliði Selfoss er Stjarnan nær fallbaráttunni heldur en toppbaráttunni. Farið var yfir leik Stjörnunnar í síðasta þætti Bestu markanna. Íslenski boltinn 24. júní 2023 11:00
„Ætluðu að pressa allt þetta mót og eru í formi til þess“ Nýliðar FH halda áfram blússandi siglingu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að hafa víðast hvar verið spáð falli úr deildinni áður en leiktíðin hófst. Liðið fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 23. júní 2023 17:00
„Ummæli mín sverta ekki íslenska knattspyrnu, svona dómgæsla gerir það“ Knattspyrnudeild ÍBV hefur verið látið sæta sekt að upphæð 100 þúsund krónum vegna opinberra ummæla formanns knattspyrnudeildar félagsins, Daníels Geirs Moritz, sem eru talin vega að heiðarleika og heilindum dómarans í leik Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna í síðasta mánuði. Íslenski boltinn 23. júní 2023 15:39
Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“ Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 23. júní 2023 13:59
„Fann höndina fara í mjög óeðlilega stöðu“ „Maður fann rosalega mikinn verk og þegar maður sá höndina, rosalega afmyndaða og ljóta í laginu, þá var strax klárt að það væri eitthvað að,“ segir Sandra María Jessen, einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í sumar, um handleggsbrot sitt í fyrrakvöld. Fótbolti 23. júní 2023 10:01
Sjáðu öll mörkin: Tu hrellti Val og Selfoss sá loks til sólar Áfram er nánast ómögulegt að spá til um úrslit í Bestu deild kvenna í fótbolta en meistarar Vals eru, þrátt fyrir jafntefli við Keflavík, áfram á toppnum eftir 9. umferð sem spiluð var í gær. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 22. júní 2023 14:01
Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum. Fótbolti 21. júní 2023 23:00
„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Fótbolti 21. júní 2023 22:31
Telma: Fannst ég eiga seinna markið Telma Ívarsdóttir átti góðan leik í marki Breiðabliks í 2-2 jafntefli liðsins við Þrótt. Breiðablik tók forystuna snemma en fékk á sig tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleik. Telma viðurkennir sjálf mistök sín í seinna markinu. Fótbolti 21. júní 2023 22:01