Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla

Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. 

Bílar
Fréttamynd

Polestar 2 - betri fólksbíll en Model 3

Polestar 2 er fimm manna rafstallbakur (e. fastback) frá Polestar, sem er dótturfélag Volvo og Geely. Polestar er í grunninn sænskt félag sem framleiðir bíla í Kína og brátt í Bandaríkjunum og frekari útrás í kortunum. Brimborg hefur nýlega tekið við umboði fyrir Polestar á íslandi. Polestar hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurunnin efni í framleiðslu bíla sinna.

Bílar
Fréttamynd

Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun

Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður.

Innlent
Fréttamynd

Toyota ætlar að kynna 30 rafbíla fyrir árið 2030

Toyota kynnti í gær áform sín um framleiðslu rafbíla til næstu ára. Toyota og Lexus ætla að kynna 30 nýja rafbíla á næstu átta árum. Stefnt er að því að árið 2030 verði sala á rafbílum komin í 3,5 milljónir rafbíla á ári.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Cybertruck á prófunarbraut Tesla

Frumgerð af Tesla Cybertruck sást á prófunarbraut við verksmiðju Tesla í Fermont, Kaliforníu. Bíllinn á myndbandinu virðist vera talsvert nær því að vera endanleg útgáfa en sá sem var kynntur upprunalega árið 2019.

Bílar
Fréttamynd

Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir

Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér.

Innlent
Fréttamynd

Samfélagsbíllinn

Undanfarið hefur verið umræða um ívilnanir á rafbíla og hvort ekki þurfi að endurskoða þær með auknum fjölda rafbíla á götum landsins. Það er mikilvægt að rifja aðeins upp af hverju ríkið er yfirleitt að ívilna þessum tækjum og hvað ríkið fær í raun fyrir peninginn.

Skoðun
Fréttamynd

Myndir af nýjum Mini leka á netið

Myndum af næstu kynslóð hins goðsagnakennda Mini hlaðbaks hefur verið lekið á netið. Þær birtust upprunalega í kínverskum fjölmiðlum en eru nú komnar í talsverða dreifingu á samfélagsmiðlum.

Bílar
Fréttamynd

Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki

Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar.

Neytendur
Fréttamynd

Kia EV6 valinn jepplingur ársins hjá Top Gear

Kia EV6 rafbíllinn hefur verið valinn jepplingur ársins hjá bílatímaritinu heimsfræga Top Gear. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann kom á markað fyrir stuttu og er þetta enn ein viðurkenningin sem bíllinn fær.

Bílar
Fréttamynd

Polestar birtir kitlumynd af Polestar 3

Polestar 3 er rafmagnsjeppi sem frumsýndur verður árið 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi framleiðandans og fyrsti bíll þess sem verður framleiddur í Bandaríkjunum í Charlestone, Suður-Karólínu.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai með flestar nýskráningar í nóvember

Flest nýskráð ökutæki í nóvember voru af Hyundai gerð. Nýskráð voru 194 ökutæki af Hyundai gerð í nóvember. Það er annar mánuðurinn í röð sem Hyundai er á toppnum. Næst á eftir Hyundai kemur Kia með 95 nýskráningar og svo Toyota í þriðja sæti með 91 nýskráningu. Þetta kemur fram í tölum á veg Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Rafbíllinn MG ZS EV Luxury með 440 km drægni

BL við Sævarhöfða kynnir á morgun laugardag, 4. desember milli kl. 12 og 16, uppfærðan og útlitsbreyttan MG ZS EV Luxury með 72 kWh rafhlöðu með uppgefinni 440 km drægni samkvæmt WLTP mælingum í blönduðum akstri. MG ZS EV er fimm manna fólksbíll sem hjá BL kostar 5.490 þúsundir króna.

Bílar
Fréttamynd

Um­­­deildur Ís­lands­þáttur Top Gear endaði á æsi­­legum kapp­akstri að barmi Rauðu­­skálar

Íslandsþáttur breska bílaþáttanna ofurvinsælu Top Gear, sem tekinn var upp hér á landi í sumar var sýndur um liðna helgi í Bretlandi. Í þættinum má meðal annars sjá umdeildan utanvegaakstur á Hjörleifshöfða, auk þess sem að þátturinn fjallar að stórum hluta um æsilegan kappakstur um óbyggðir Íslands sem endar á barmi Rauðuskálar.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Kia Niro kemur haustið 2022

Fyrstu myndir af nýrri kynslóð Kia Niro hafa litið dagsins ljós. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Seoul sem er að hefjast.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Nýr Polestar 5 væntanlegur árið 2024

Þróun Polestar 5 heldur áfram. Polestar ætlar að halda sig að mestu leyti við hönnunina sem birtist á hugmyndabílnum, the Precept. Myndband af hönnun bílsins má sjá í fréttinni. Bíllinn er væntanlegur á markað árið 2024. 

Bílar