Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Formúlu 1 ökumaðurinn Daniel Ricciardo prófar NASCAR

Daniel Ricciardo er frægur fyrir afrek sín á kappakstursbrautum í Formúlu 1 bíl og að gleyma aldrei góða skapinu heima. Hann gerir alla jafna veðmál við stjórnendur þeirra liða sem hann ekur fyrir. Nú er veðmálið um að fá að prófa NASCAR bíl sem Dale Earnhardt ók á sínum tíma. Hann er mikil hetja Ricciardo og ástæða þess að hann valdi sér keppnisnúmerið þrír.

Bílar
Fréttamynd

Óttast skort á vetrar­dekkjum á landinu

Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrar­dekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jóns­sonar, markaðs- og birgða­stjóra Dekkja­hallarinnar. Flestir dekkja­salar landsins hafa lent í ein­hverjum vand­ræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annað­hvort seint eða ekki.

Neytendur
Fréttamynd

Mercedes-AMG One er loksins staðfestur á næsta ári

Loksins hefur Mercedes-AMG staðfest að One, bíllinn er væntanlegur á næsta ári. Komu bílsins hefur ítrekað verið frestað en nú er hann stað. One er innblásinn af Formúlu 1 bíl Mercedes AMG liðsins, sem er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1.

Bílar
Fréttamynd

Ljón í vegi raf­væðingar bíla­flota Evrópu og Banda­ríkjanna

Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum.

Erlent
Fréttamynd

Myndband: Model Y og ID.6 árekstrarprófaðir í Kína

Áhugaverð árekstrarprófun tveggja nýrra rafbíla, Tesla Model Y og Volkswagen ID.6. Bílarnir voru á 64 km/klst. hvor, hálf miðjusettir gegn hvor öðrum. Nálgunarhraði er því 128 km/klst. Báðir bílar standa sig vel eins og sjá má á myndbandinu frá Car Crash Test.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model Y - Rafjepplingur sem virkar fyrir vísitölufjölskyldu og fleiri

Tesla Model Y hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Bíllinn er fimm manna raf(sport)jepplingur. Sjö sæta útgáfan er væntanleg. Bíllinn er eins og aðrar Tesla bifreiðar, vel úthugsaðar. Þemað við fyrstu kynni af Tesla bifreiðum er „af hverju var ekki einhver löngu búinn að þessu?“ Svarið er vanalega að slíkar breytingar séu tímafrekar og flóknar fyrir rótgróna bílaframleiðendur.

Bílar
Fréttamynd

BL frumsýnir sportlega jepplinginn Renault Arkana hybrid

Renault Arkana verður frumsýndur hjá BL við Sævarhöfða á morgun, laugardag, 9. október milli 12 og 16. Hönnun Arkana er í senn sportleg og kraftmikil þar sem koma saman aflíðandi línur og afturhallandi baksvipurinn. Arkana ber sterkan svip sportjeppa, bæði vegna hressandi útlitsins en einnig vegna þess hve veghæð undirvagnsins er mikil. Renault undirstrikar svo sportlegt yfirbragðið með mögulegum aukahlutum á borð við stigbretti, vindskeið að aftan og aðkomuljós á undirvagni svo nokkuð sé nefnt.

Bílar
Fréttamynd

400 Tesla bifreiðar nýskráðar í september

Tesla var með langflestar nýskráningar í september, 400 talsins og skiptust þannig að Model Y var með 284 nýskráningar og Model 3 með 116. Næsti framleiðandi var Kia með 146 nýskráningar. Þar á eftir kemur Hyundai með 142 nýskráningar samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum

Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til

Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5

Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardag 2. október milli kl. 12 og 16 rafbílinn Ioniq 5 sem er alveg nýr bíll, hannaður frá grunni; búinn miklum þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans.

Bílar
Fréttamynd

Rafmögnuð jeppasýning

Ísband, umboðsaðili Jeep og RAM á Íslandi blæs til glæsilegrar og rafmagnaðrar jeppasýningar laugardaginn 2. október. Þar verður 4xe Plug-In-Hybrid línan frá Jeep sýnd, Jeep Wrangler Rubicon 4xe, Jeep Compass 4xe og Jeep Reneagde 4xe, jeppar með alvöru fjórhjóladrifi í Plug-In-Hybrid útfærslu.

Bílar
Fréttamynd

Rivian R1T lendir í sínum fyrsta árekstri

Allir bílar þurfa að lenda í sínum fyrsta árekstri og almennt er smávægilegt samstuð ekki fréttnæm en þetta var frekar furðulegt, auk þess sem R1T er búinn hinum ýmsa búnaði sem ætti að koma í veg fyrir árekstra.

Bílar
Fréttamynd

Viaplay sýnir allar Indycar keppnir

Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur útvíkkað réttindi sín til sýninga á NTT INDYCAR SERIES til ársins 2024. Streymisveitan Viaplay, sem er í eigu NENT Group, heldur sýningum frá helstu kappaksturskeppnum Norður-Ameríku áfram á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. Sænsku stjörnubílstjórarnir Marcus Ericsson – sem hyggst taka feril sinn í INDYCAR SERIES upp á næsta stig eftir titilbaráttuna 2021 – og Felix Rosenqvist hafa nú þegar verið tilkynntir sem þátttakendur við ráslínuna á nýju tímabili sem hefst í febrúar 2022.

Bílar
Fréttamynd

Að kaupa raf­magns­hjól ein besta á­kvörðun sem hann hefur tekið

Námsmaður og meðstjórnandi í Samtökum um bíllausan lífsstíl segir það hafa verið eina bestu ákvörðun sem hann hafi tekið að losa sig við bílinn og fjárfesta í rafmagnshjóli, sem hann hefur nú farið nær allra sinna ferða á í tvö ár. Bíllausi dagurinn er haldinn í dag og höfuðborgarbúum býðst frítt í Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Ford Bronco Raptor væntanlegur á næsta ári

Ford hefur nú staðfest hið illa varðveitta leyndarmál að Ford Bronco Raptor er væntanlegur á næsta ári. Hann mun líklega nota 450 hestafla vélina sem F-150 Raptor notar og vera á sérstakri fjöðrun, stærri dekkjum og hærri en upprunalega útgáfan.

Bílar
Fréttamynd

Rannsókn á Procar-málinu að ljúka

Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara.

Bílar
Fréttamynd

Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra

Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs.

Bílar