Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Keflavík hefur ráðið Sigurð Ingimundarson sem þjálfara karlaliðs félagsins í körfubolta. Sigurður mun stýra liðinu samhliða kvennaliði félagsins. Körfubolti 8. febrúar 2025 14:46
„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik. Körfubolti 7. febrúar 2025 21:41
Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með 34 stiga sigri á Hetti, 92-58, á Hlíðrenda. Þetta var fjórði sigur Valsliðsins í röð og kom liðinu upp í fimmta sætið. Körfubolti 7. febrúar 2025 20:45
Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Hörmulegt gengi Keflavíkur ætlar engan endi að taka. ÍR-ingar gerður góða ferð í Blue-höllina og unnu sannfærandi níu stiga sigur 81-90. Eftir áramót hefur Keflavík aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum. Körfubolti 6. febrúar 2025 22:50
„Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Keflavík tapaði gegn ÍR 81-90 á heimavelli í gríðarlega þýðinga miklum leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði liði Keflavíkur eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp störfum. Sport 6. febrúar 2025 22:44
„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79. Körfubolti 6. febrúar 2025 21:51
„Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Jóhann Árni Ólafsson stýrði liði Grindavíkur í kvöld í fjarveru Jóhanns Þórs og landaði góðum sigri í Þorlákshöfn 95-104. Jeremy Pargo kom sterkur inn og stýrði sóknarleik Grindvíkinga af yfirvegun Körfubolti 6. febrúar 2025 21:46
Kjartan: Við erum að vaða á liðin Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga. Körfubolti 6. febrúar 2025 21:22
Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Njarðvíkingar hefndu bikartapsins á móti KR á dögunum með því að bursta Vesturbæinga í IceMar-höllin í Bónus deild karla í kvöld. Njarðvík vann leikinn á endanum með 24 stiga mun, 103-79. Körfubolti 6. febrúar 2025 20:51
Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Álftanes steig stórt skref frá botnbaráttunni og í áttina að úrslitakeppninni með því að leggja Hauka af velli í 17. umferð Bónus deildar karla. Frábær fjórði leikhluti skildi að eftir leik sem var í jafnvægi. Lokatölur 107-90. Körfubolti 6. febrúar 2025 18:32
Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Grindvíkingar sóttu tvö stig í Þorlákshöfn í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld eftir níu stiga sigur, 104-95 en Grindavíkurliðið var bæði án þjálfara síns og fyrirliða. NBA-maðurinn Jeremy Pargo lék sinn fyrsta leik og skoraði 25 stig. Körfubolti 6. febrúar 2025 18:32
„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 6. febrúar 2025 14:59
GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? „Í raun og veru má teikna þetta upp sem svo að þetta sé jafnvel síðasti séns Hauka á að geta talað sig inn á að halda sæti sínu í deildinni,“ segir Pavel Ermolinskij um GAZ-leik kvöldsins í Bónus deild karla í körfunolta þar sem Álftanes tekur á móti Haukum. Körfubolti 6. febrúar 2025 10:01
Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Mikil spenna ríkir fyrir frumraun Dimitrios Agravanis með toppliði Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta. Ferilskrá hans ber þess merki að um gæðaleikmann sé að ræða og á Sauðárkróki hittir hann fyrir litla bróður sinn. Körfubolti 6. febrúar 2025 08:01
„Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Leifur Steinn Árnason var gestur vikunnar í Körfuboltakvöldi Extra og eitt af hans verkefnum fyrir þáttinn var að setja saman sitt draumalið af þeim leikmönnum sem hann lék með á sínum ferli. Sport 5. febrúar 2025 12:03
Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Körfubolti 5. febrúar 2025 10:16
Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. Körfubolti 5. febrúar 2025 08:02
Álftnesingar sóttu stóra skyttu Álftnesingar tilkynntu um komu nýs leikmanns í gærkvöldi. Sá heitir Lukas Palyza og mun leika með Álftanesi út yfirstandandi leiktíð. Körfubolti 4. febrúar 2025 14:00
Tekur Pavel við Keflavík? Karlalið Keflavíkur í körfubolta er í þjálfaraleit eftir að Pétur Ingvarsson sagði starfi sínu lausu í gær. Magnús Þór Gunnarsson stýrir liðinu á fimmtudaginn kemur en félagið leitar þjálfara til að stýra liðinu út leiktíðina. Körfubolti 4. febrúar 2025 13:31
Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Það var að frumkvæði þjálfarins Péturs Ingvarssonar að leiðir hans og liðs Keflavíkur í körfubolta skildu eftir einlæg samtöl hans og stjórnar að sögn framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Leit að nýjum þjálfara hefst nú en sá verður ekki kominn í brúnna fyrir næsta leik liðsins á fimmtudaginn kemur. Körfubolti 4. febrúar 2025 12:30
Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Valsmenn hafa ákveðið að segja skilið við bandaríska leikmanninn Sherif Ali Kenney sem leikið hefur með liðinu í vetur. Körfubolti 4. febrúar 2025 10:00
Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Það gekk á ýmsu undir lok félagsskiptagluggans í Bónus deild karla í körfubolta sem lokaði á föstudagskvöld. Sífellt stærri prófílar koma hingað til lands að spila og erlendir leikmenn sjaldan, ef einhvern tíma, verið eins margir í efstu deild. En hvenær á að segja stopp? Körfubolti 4. febrúar 2025 09:32
Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Sextánda umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór fram um liðna helgi. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar. Körfubolti 3. febrúar 2025 23:32
Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. Körfubolti 3. febrúar 2025 19:11
Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Breski körfuboltamaðurinn Callum Lawson er genginn aftur til liðs við Keflavík og mun leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu í Bónus deild karla. Körfubolti 3. febrúar 2025 12:58
„Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Sigtryggur Arnar Björnsson var stigahæsti leikmaður Tindastóls sem vann toppslaginn gegn Stjörnunni. Hann segir andlegan styrk einkenna liðið og líst vel á lokasprettinn sem framundan er. Körfubolti 2. febrúar 2025 22:36
„Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Þór Þorlákshöfn vann Hauka með minnsta mun 99-100 á útivelli. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að þetta var fyrsti sigur Þórs á útivelli síðan 24. október. Sport 2. febrúar 2025 19:32
Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Þórsarar unnu Hauka í bráðfjörugum leik. Eftir þrjá leikhluta benti lítið til þess að Haukar myndu koma til baka en heimamenn komust yfir þegar innan við mínúta var eftir og úr varð æsispennandi leikur. Þórsarar unnu að lokum með minnsta mun 99-100.Þetta var fyrsti sigur Þórs Þorlákshafnar á útivelli síðan 24. október á síðasta ári. Körfubolti 2. febrúar 2025 18:47
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tindastóll vann sterkan átta stiga sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í toppslag Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 82-90. Körfubolti 2. febrúar 2025 18:30
Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Tvö efstu lið Bónus deildar karla í körfubolta mætast í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í kvöld. Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar og þetta er því hálfgerður úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Körfubolti 2. febrúar 2025 14:00