Yrði þjóðarskömm fyrir Englendinga Æðsti maður í framkvæmdastjórn Leeds United hefur sent skýr skilaboð þar sem hann pressar á það að bæði enska úrvalsdeildin og enska b-deildin klári 2019-20 tímabilið í sumar. Sport 22. maí 2020 14:30
Gamli Leeds stuðningsmaðurinn skoraði sögulegt íslenskt sigurmark á móti Leeds Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora sigurmark í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski boltinn 22. maí 2020 10:30
Geisladiskur frá eldri bróður Gylfa reddaði Gylfa fyrsta tækifærinu á Englandi Gylfi Þór Sigurðsson sagði söguna af því þegar hann fékk sinn fyrsta samning hjá enska félaginu Reading og fyrstu kynnum sínum af Goodison Park þegar hann var ellefu ára gamall. Enski boltinn 22. maí 2020 08:30
Henderson líður vel á Melwood en skilur leikmenn annarra liða Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er ánægður með að byrja aftur með félögum sínum eftir rúma tvo mánuði í útgöngubanni og segir að öllum helstu reglum sé fylgt á æfingasvæði félagsins. Henderson segir að honum líði vel því annars myndi hann ekki mæta til æfinga. Fótbolti 22. maí 2020 07:30
Tekjumissir Manchester United í kringum fimm milljarða króna Manchester United hefur orðið af fimm milljörðum íslenskra króna vegna kórónufaraldursins. Enski boltinn 21. maí 2020 19:30
Gylfi Þór vonast til að Everton endi tímabilið vel Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson vonast til að enda tímabilið vel en frestun deildarinnar hafi komið illa niður á Everton þar sem Carlo Ancelotti var nýtekinn við félaginu. Fótbolti 21. maí 2020 11:45
Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, leið vel með að snúa aftur á æfingasvæði félagsins í vikunni. Troy Deeney er ekki sama sinnis. Fótbolti 21. maí 2020 11:00
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. Fótbolti 21. maí 2020 10:00
Dagskráin í dag: Andri Rúnar jafnar markametið, krakkamótin og íslenskar perlur Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Sport 21. maí 2020 06:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. Fótbolti 20. maí 2020 20:14
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. Enski boltinn 20. maí 2020 14:33
Rannsaka veðmálasvindl í Danmörku: Fyrrum leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar grunaður Lögreglan í Danmörku rannsakar nú mögulegt veðmálasvindl sem á að hafa átt sér stað í leik AaB og OB í efstu deild dönsku knattspyrnunnar sem fór fram þann 18. október 2019. AaB vann 1-0 sigur í leiknum. Fótbolti 20. maí 2020 08:00
Vildi skipta um leikskipulag eftir jöfnunarmarkið gegn Bayern en Ferguson sagði honum að setjast Sem betur fer hlustaði Sir Alex Ferguson ekki á ráð Steve McClaren að breyta um leikskipulag Manchester United eftir jöfnunarmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 þegar United spilaði við Bayern Munchen - því sigurmark United kom skömmu síðar. Fótbolti 20. maí 2020 07:00
Leikmaður Liverpool á Zoom-fundum með efnilegum leikmönnum Bournemouth Miðjumaður Liverpool, Adam Lallana, hefur nýtt tímann vel á tímum kórónuveirunnar en hann hefur meðal annars rætt við unga og efnilega leikmenn uppeldisfélagsins, Bournemouth, í gegnum samskiptamiðilinn Zoom. Fótbolti 19. maí 2020 22:00
Aðstoðarþjálfari Jóhanns Bergs með kórónuveiruna Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley hefur staðfest að Ian Woan, aðstoðarþjálfari félagsins, sé enn þeirra sex úr ensku úrvalsdeildinni sem greindist með kórónuveiruna. Fótbolti 19. maí 2020 20:04
Vandræði Sunderland ná nýjum lægðum: Gekk frekar í raðir utandeildarliðs Það hefur ekki gengið né rekið hjá enska félaginu Sunderland undanfarin tvö ár. Liðið féll niður um tvær deildir á tveimur árum og ein vinsælasta sjónvarpsþáttaröð Netflix á þessu ári er þáttaröð númer tvö um Sunderland en þáttaröðin ber nafnið Sunderland ’Til I Die. Fótbolti 19. maí 2020 19:30
Klopp styður ákvörðun ensku deildarinnar að hefja æfingar á ný Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er ánægður með ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að liðin í deildinni geta byrjað að æfa í litlum hópum í þessari viku. Fótbolti 19. maí 2020 18:58
Rio vill sjá Man. United opna veskið og láta Sancho fá sjöuna Rio Ferdinand, sem varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United, vill að félagið opni veskið duglega í sumar og kaupi þrjá afar sterka leikmenn til félagsins. Fótbolti 19. maí 2020 18:00
Sex af 748 með kórónuveiruna Niðurstöður eru komnar úr fyrsta hluta prófana fyrir kórónuveirunni í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 19. maí 2020 15:23
Skammaðist sín mikið síðustu mánuði sína hjá Manchester United Gary Neville á alls ekki góðar minningar frá 2010–11 tímabilinu sem var hans síðasta með Manchester United og jafnframt það síðasta á ferlinum. Enski boltinn 19. maí 2020 12:30
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. Enski boltinn 19. maí 2020 10:30
Skyndiheimsóknir, GPS og myndbönd notuð svo ensku liðin svindli ekki Enska úrvalsdeildin mun setja upp viðamikið eftirlitskerfi til þess að tryggja það að ekkert af liðum deildarinnar komist upp með að brjóta strangar reglur um samskiptafjarlægð. Enski boltinn 19. maí 2020 08:30
Kallaði Hudson-Odoi fífl og vill setja hann í bann eftir handtökuna Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandaði Callum Hudson-Odoi ekki kveðjurnar á Twitter í gær en vængmaður Chelsea var handtekinn á sunnudagskvöldið eftir að fyrirsæta sem hafði komið í heimsókn var flutt burt í sjúkrabíl. Fótbolti 19. maí 2020 07:00
Vilja leyfa meisturunum að fagna með stuðningsmönnum fái þeir grænt ljós Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, vonast til þess að liðið sem verði enskur meistari geti fagnað titlinum með stæl þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn sem nú geysar um allan heiminn. Fótbolti 18. maí 2020 21:00
Anelka, Torres, Lukaku og Eto'o allir á eftir Eiði Smára Eiður Smári Guðjohnsen er fjórði besti framherji Chelsea á þessari öld samkvæmt nýjum lista sem var settur fram á dögunum. Enski boltinn 18. maí 2020 15:00
Vilja hljóðnema á hliðarlínuna og sýna beint úr klefanum Sjónvarpsrétthafar af ensku úrvalsdeildinni vilja bæta í útsendingar sínar frá deildinni á meðan áhorfendur mega ekki vera viðstaddir leiki. Enski boltinn 18. maí 2020 14:30
Ensku úrvalsdeildarliðin samþykkja að hefja æfingar á morgun Æfingar hjá öllum ensku úrvalsdeildarliðunum í knattspyrnu hefjast á morgun, þriðjudaginn 19. maí. Enski boltinn 18. maí 2020 13:47
Fá endurgreitt ef þeir fá ekki að sjá Gylfa og félaga spila Everton hefur staðfest að þeir stuðningsmenn sem vilji fá endurgreiðslu á miðum sínum eiga rétt á því ef síðustu fimm heimaleikir liðsins í ensku úrvalsdeildinni fari fram á bak við luktar dyr. Fótbolti 18. maí 2020 11:00
Leikmaður Chelsea handtekinn og fyrirsæta sem heimsótti hann endaði á sjúkrahúsi Enski landsliðsmaðurinn Callum Hudson-Odoi hefur verið handtekinn og fyrirsæta sem hann bauð heim til sín flutt á sjúkrahús eftir átök þeirra á milli. Enski boltinn 17. maí 2020 22:00
Arsenal tekur á hláturgasnotkun Lacazette Alexandre Lacazette, framherji Arsenal, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir frétt Daily Star þar sem hann sést anda að sér hláturgasi úr blöðru. Enski boltinn 17. maí 2020 17:00