Carragher: Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:00 Það urðu ótrúleg úrslit í leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Samsett/Getty Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira