Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. Erlent 24. febrúar 2021 06:16
„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. Innlent 18. febrúar 2021 09:15
Álitu sænskar leiklýsingar ólíklegar til vinsælda: Viaplay ýmist sögð ógn eða tímanna tákn „Við höfum ekki keypt sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins til að fela þá fyrir íslensku þjóðinni, það væri einfaldlega heimskulegt,“ segir forstöðumaður íþrótta hjá NENT Group. Hinn danski Peter Nørrelund segist ekki geta beðið eftir því að faraldurinn endi svo hann geti sótt frændþjóð sína heim og hafið ráðningar. Viðskipti innlent 15. febrúar 2021 07:01
Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Innlent 14. febrúar 2021 13:01
Satt, logið og á reiki um Óðinstorg Hið umdeilda Óðinstorg hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu undanfarna daga og vikur. Ýmsu hefur verið fleygt fram um framkvæmdir við torgið og nágrenni þess, kostnað og samþykktir. En hverjar eru staðreyndir málsins? Innlent 3. febrúar 2021 11:15
Ógnin í fjallinu Ofanflóð á Flateyri og Seyðisfirði í fyrra hafa minnt Íslendinga rækilega á að baráttunni við að verja byggðir landsins er hvergi nærri lokið. Þrátt fyrir aukið eftirlit og uppbyggingu varnarvirkja mátti litlu muna að manntjón yrði. Innlent 1. febrúar 2021 07:46
Harmleikur konu sem var beitt hryllilegu ofbeldi í æsku eða þaulskipulagt morð? Diane Mattingly segir að það sé eitt augnablik úr æsku hennar sem fylli hana djúpu þakklæti en líka miklu samviskubiti. Erlent 14. janúar 2021 06:17
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. Innlent 11. janúar 2021 13:51
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. Erlent 7. janúar 2021 13:26
Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Erlent 7. janúar 2021 03:25
Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt. Innlent 31. desember 2020 09:00
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Innlent 21. desember 2020 09:01
Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. Innlent 2. desember 2020 07:01
Erik Hamrén: Með vindinn í fangið Erik Hamrén lét af störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins á miðvikudaginn. En hvernig var tveggja ára stjórnartíð þess sænska með Ísland og hvað einkenndi hana? Fótbolti 20. nóvember 2020 11:30
Kennarinn sem flytur senn í Hvíta húsið Þegar nýr Bandaríkjaforseti sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi mun bandaríska þjóðin sömuleiðis eignast nýja forsetafrú – Jill Biden. Þar fer kona sem brennur fyrir kennslu, hagsmunum fjölskyldna hermanna og baráttu gegn brjóstakrabbameini. Erlent 13. nóvember 2020 06:30
Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. Erlent 11. nóvember 2020 06:31
Momala, „skrímsli“, Pioneer Bandaríska leyniþjónustan hefur þá hefð að gefa einstaklingum undir sínum verndarvæng sérstök viðurnefni. Clinton var Eagle, Bush yngri Tumbler og síðar Trailblazer, Obama Renegade og Trump Mogul. Erlent 9. nóvember 2020 15:19
Biden sigraði, hvað svo? Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst? Erlent 7. nóvember 2020 20:57
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. Erlent 7. nóvember 2020 19:30
Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. Erlent 6. nóvember 2020 11:03
Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. Innlent 4. nóvember 2020 14:37
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. Innlent 4. nóvember 2020 09:00
Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Margir muni eflaust fylgjast bandarísku forsetakosningunum í nótt. Hér má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. Erlent 3. nóvember 2020 12:46
Svona gæti Trump unnið Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið. Erlent 2. nóvember 2020 14:04
Þetta er á kjörseðlinum í Bandaríkjunum Fleira verður á kjörseðlinum en hver verður næsti forseti þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þriðjudaginn 3. nóvember. Kosið er til beggja deild Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og ýmissa annarra embætta í einstökum ríkjum og sýslum samhliða forsetakosningunum. Erlent 2. nóvember 2020 10:01
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. Erlent 1. nóvember 2020 21:00
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Afstaða bandarísku forsetaframbjóðendanna tveggja til hinna ýmsu mála er ólík. Hér förum við yfir þau helstu. Erlent 31. október 2020 07:01
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. Innlent 27. október 2020 08:00
„Þeir munu ekki geta gert mikið við þessu í langan tíma“ Þegar þessu kjörtímabili Donalds Trumps lýkur, mun Trump hafa skipað tæpan þriðjung umdæmisdómara Bandaríkjanna. Erlent 27. október 2020 07:01
Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Erlent 22. október 2020 15:15