Misbýður orðbragð um flugvöllinn Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. Innlent 8. febrúar 2025 08:48
„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki um „einhvern helvítis flugvöll.“ Innlent 7. febrúar 2025 22:44
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. Innlent 7. febrúar 2025 21:31
Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Skoðun 7. febrúar 2025 15:00
Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. Innlent 7. febrúar 2025 10:44
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. Innlent 6. febrúar 2025 22:20
Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Undanfarið hefur mikil umræða skapast um öryggi sjúkraflugs á Íslandi í ljósi ákvörðunar um að loka austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Þetta er ekki bara tæknilegt atriði heldur mál sem snertir líf og heilsu fólks um allt land. Skoðun 6. febrúar 2025 17:01
Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Samgönguráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra sem taka þátt í pallborði á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fundurinn hefst klukkan 17 og verður í beinu streymi. Innlent 6. febrúar 2025 16:00
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. Innlent 6. febrúar 2025 13:26
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. Innlent 6. febrúar 2025 10:48
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. Innlent 4. febrúar 2025 21:21
Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Innlent 4. febrúar 2025 19:03
Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Innlent 4. febrúar 2025 14:36
Allir farþegarnir látnir Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Einn sem var á jörðu niðri er látinn og minnst nítján aðrir eru slasaðir. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, sem er nú til rannsóknar. Erlent 1. febrúar 2025 21:49
Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað. Erlent 1. febrúar 2025 07:33
Vonskuveður framundan Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð. Innlent 31. janúar 2025 21:02
Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Alvarlegt flugatvik varð þann 25. febrúar árið 2024 þegar tvær litlar flugvélar rákust nánast saman í lofti yfir Skerjafirði. Á sama tíma voru flugumferðarstjórar að horfa á úrslitaleik enska deildabikarsins í knattspyrnu, þar sem Liverpool hafði betur gegn Chelsea. Innlent 31. janúar 2025 11:09
Lítið sem ekkert flug framundan Rúmlega fimmtíu komum og brottförum á Keflavíkurflugvöll hefur verið aflýst í dag. Þetta kemur fram inn á vef flugvallarins. Innlent 31. janúar 2025 11:00
Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Búið er að ná upp tækjabúnaði úr American Airlines vélinni sem fórst í Washington á miðvikudagskvöld sem meðal annars tekur upp samtöl í flugstjórnarklefanum og skrásetur flugið sjálft. Erlent 31. janúar 2025 06:40
Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi. Erlent 30. janúar 2025 20:39
Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Heildartekjur Icelandair á 4. ársfjórðungi jukust um 10 prósent og námu 48 milljörðum króna eða 349 milljónum Bandaríkjadala. EBIT afkoma batnaði um 2,5 milljarða króna (18 milljónir USD), EBIT á fjórða ársfjórðungi var neikvætt um 4,4 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um ársreikning þeirra fyrir árið 2024. Þar kemur ennfremur fram að tap félagsins á síðasta ári hafi verið 2,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 30. janúar 2025 17:54
Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Herþyrlan sem skall saman við farþegaþotu yfir Washington DC í nótt var á hefðbundnu æfingarflugi þegar slysið varð. Áhöfn hennar var nokkuð reynslumikil en flugmennirnir voru að æfa næturflug og voru búnir nætursjónaukum. Erlent 30. janúar 2025 16:02
Sextíu flugferðum aflýst Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en raskanir eru á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis. Innlent 30. janúar 2025 14:43
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. Erlent 30. janúar 2025 12:43
Icelandair hefur flug til Miami Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku. Viðskipti innlent 30. janúar 2025 11:15
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. Erlent 30. janúar 2025 09:52
Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Móðir segir allt hafa farið á besta veg þegar hún fæddi barn í flugvél í gær. Einungis fimmtán mínútur liðu milli þess að hún fann að eitthvað væri að og þar til barnið var komið í heiminn. Vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli eftir fæðinguna. Innlent 29. janúar 2025 19:00
Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Flugvél frá úsbeksku flugfélagi lenti á Keflavíkurflugvelli í dag eftir að kona hafði fætt barn í vélinni þegar hún var á flugi yfir Grænlandi. Móðir og barn voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar, og heilsast báðum vel. Innlent 28. janúar 2025 21:47
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. Innlent 27. janúar 2025 21:54
Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni. Innlent 27. janúar 2025 12:42