Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Trausti og Hrafnhild fulltrúar Íslands á HM

Hlaupararnir Trausti Stefánsson og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir munu keppa fyrir Íslands hönd á HM innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Istanbúl í Tyrklandi dagana 9.-11. mars næstkomandi.

Sport
Fréttamynd

Annað met á dagskránni hjá Helgu Margréti

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteins-dóttir tekur þátt í fimmtarþraut í Hollandi um næstu helgi þar sem hún mun reyna að bæta Íslandsmet sitt sem hún setti í Eistlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Þetta verður seinni þraut Helgu á innanhússtímabilinu en árangurinn í Tallinn (4298 stig) skilaði henni sextánda sætinu á heimslistanum.

Sport
Fréttamynd

Aníta vann besta afrekið á Meistaramótinu

Aníta Hinriksdóttir, sextán ára hlaupari úr ÍR, náði besta árangri allra keppenda á Meistaramóti Íslands um helgina þegar hún fagnaði sigri í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:07,86 mínútum og hafði mikla yfirburði í greininni.

Sport
Fréttamynd

Fimmta gullið hjá Hafdísi

Hafdís Sigurðardóttir átti ótrúlega helgi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum en hún vann allar þær fimm greinar sem hún tók þátt í.

Sport
Fréttamynd

Hafdís: Ég er í skýjunum | Frábær afmælisdagur

"Afmælisdagurinn í fyrra var líka mjög góður. Þá var ég að keppa í Svíþjóð og bætti mig í 60 metra hlaupinu. Svo hittir þetta aftur á afmæli og var alveg frábært,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir úr UFA eftir að hafa tryggt sér sinn fjórða Íslandsmeistaratitil á Meistaramóti Íslands.

Sport
Fréttamynd

Kristinn náði ekki lágmarkinu

Kristinn Torfason, FH, bar sigur úr býtum í langstökki karla á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag en náði þó ekki lágmarkinu fyrir HM innanhúss.

Sport
Fréttamynd

Hafdís með fjórða gullið

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, hefur unnið sín fjórðu gullverðlaun á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hún kom fyrst í mark í 200 m hlaupi kvenna.

Sport
Fréttamynd

Hafdís vann þrjú gull og með besta afrekið

Meistarmót FRÍ fer fram nú um helgina í Laugardalshöllinni og er seinni keppnisdagur þegar hafinn. Í gær náði Hafdís Sigurðardóttir, UFA, besta árangri dagsins þegar hún sigraði í 400 m hlaupi kvenna.

Sport
Fréttamynd

Hefði vanalega tekið dramakast

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir byrjaði árið frábærlega með því að bæta Íslandsmet sitt um 93 stig í fyrstu fimmtarþraut sinni á innanhússkeppnistímabilinu þegar hún endaði í 2. sæti á móti í Tallinn í Eistlandi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét með besta árangurinn á Norðurlöndum í ár

Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjöþrautarkona úr Ármanni setti í dag nýtt og glæsilegt Íslandsmet í fimmtarþraut þegar hún fékk 4298 stig á alþjóðlegu móti í Tallinn í Eistlandi. Helga Margrét bætti sitt eigið Íslandsmet um 93 strig.

Sport
Fréttamynd

Helga Margrét byrjaði ekki nógu vel

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir var nokkuð frá sínu besta í fyrstu grein í fyrstu fimmtarþraut sinni á þessu innanhússkeppnistímabili. Helga Margrét er að keppa EAA Permit móti í Tallinn í Eistlandi.

Sport
Fréttamynd

Agne Bergvall verður með Helgu Margréti í Tallinn

Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir flaug í gær til Tallinn í Eistlandi þar sem hún mun á laugardaginn keppa í sinni fyrstu fimmtarþraut innanhúss á þessu keppnistímabili. Mótið er svokallað EAA Permit mót sem er á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu.

Sport
Fréttamynd

Kajsa Bergqvist komin út úr skápnum

Sænski hástökkvarinn Kajsa Bergqvist hefur stokkið inn í heimsfréttirnar á ný þrátt fyrir að hún hafi hætt að keppa árið 2008. Bergqvist hefur nefnilega skilin við manninn sinn og er nú komin út úr skápnum.

Sport
Fréttamynd

Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið

Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst.

Sport
Fréttamynd

Maria Mutola þjálfar Semenya

Suður-afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur ráðið eina bestu hlaupakonu allra tíma, Mariu Mutolu, til þess að þjálfa sig fyrir Ólympíuleikana í London sem fram fara næsta sumar.

Sport