Helgi Sveinsson varð í fjórða sæti í flokki T42 á Evrópumóti fatlaðra sem hófst í Hollandi í gær. Helgi hljóp á tímanum 14,41 sekúnda en vindur mældist 2,3 m/s og fékkst nýtt Íslandsmet því ekki staðfest.
Baldur Ævar Baldursson varð í fimmta sæti í langstökki í flokki F37. Baldru stökk lengst 5,06 metra sem er næstlengsta stökk hans á árinu. Ingeborg Eide Garðarsdóttir hafnaði í sjötta sæti í flokki F37 kvenna í kúluvarpi. Hún varpaði kúlunni 6,35 metra.
Aðstæður í Hollandi voru ekki þær bestu í gær. Bæði rigndi og blés eins og áður er minnst á.

