Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Erlent 14. júlí 2023 15:51
„Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. Erlent 14. júlí 2023 11:01
Borgarar pyntaðir í haldi Rússa og neyddir til þrælkunarvinnu Rússar halda þúsundum óbreyttra úkraínskra borgara í fangelsum, bæði á yfirráðasvæðum þeirra í Úkraínu og í Rússlandi. Verið er að undirbúa mögulega fangelsun þúsunda Úkraínumanna til viðbótar en margir borgarar eru þvingaðir til þrælkunarvinnu. Erlent 13. júlí 2023 23:13
„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“ Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið. Erlent 13. júlí 2023 08:26
Einn lést í drónaárás á Kænugarð Rússar gerðu árásir með drónum á höfuðborg Úkraínu Kænugarð í nótt og lét einn lífið hið minnsta og fjórir aðrir eru særðir. Erlent 13. júlí 2023 07:29
Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. Erlent 12. júlí 2023 23:52
Úkraína með annan fótinn í dyragætt NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins og G7 ríkjanna hétu því í dag að tryggja að Úkraína fái allt það sem landið þurfi á að halda til að mæta öllu ógnum sem kunna að steðja að landinu. Þá verður aðildarferli landsins að fullri aðild að NATO einfaldað til muna. Erlent 12. júlí 2023 19:29
„Við erum ekki Amazon“ Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, hefur hvatt ráðamenn í Úkraínu til að sýna meira þakklæti á opinberum vettvangi fyrir vopnasendingar. Þegar honum barst beiðni frá Úkraínu um vopn í fyrra, svaraði hann með því að segja: „Við erum ekki Amazon“. Erlent 12. júlí 2023 15:00
Úkraína nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr Aðalframkvæmdastjóri NATO segir Úkraínu komna nær NATO aðild en nokkru sinni fyrr. Úkraínuráð Atlantshafsbandalagsins kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, þar sem meðal annars var rætt um þriggja þátta áætlun um fulla aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 12. júlí 2023 14:00
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. Erlent 12. júlí 2023 08:37
Leiðtogar NATO samþykktu áætlun um aðild Úkraínu Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hafa samþykkt þrjá þætti til undirbúnings aðildar Úkraínu að NATO og einfaldað aðildarferlið sjálft. Sérstakt Úkraínuráð heldur sinn fyrsta fund á morgun þar sem Úkraínumenn mæta öðrum leiðtogum bandalagsins á jafnréttisgrundvelli. Erlent 11. júlí 2023 19:35
Sögulegur leiðtogafundur NATO í Vilníus Svíum verður boðin formleg aðild að Atlantshafsbandalaginu á tveggja daga leiðtogafundi bandalagsins sem hófst í Vilníus í Litháen í morgun. Einnig verða teknar ákvarðanir um uppfærslu á varnar- og fælingarmætti NATO í austurhluta Evrópu og leiðarvísir lagður að aðild Úkraínu að bandalaginu. Erlent 11. júlí 2023 11:59
Ungverjar einnig hlynntir aðild Svía að NATO Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun. Erlent 11. júlí 2023 10:27
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. Erlent 10. júlí 2023 19:47
„Voru örugglega búnir að fá sér nokkra Pimm´s“ Tenniskonan Victoria Azarenka frá Belarús tapaði fyrir hinni úkraínsku Elina Svitolina á Wimbledon mótinu í tennis í gær. Áhorfendur bauluðu á Azarenka þegar hún gekk af velli eftir leik. Sport 10. júlí 2023 13:31
Biden og Sunak funda um mögulega aðild Úkraínu að Nató Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, munu funda í Lundúnum í dag þar sem efsta mál á dagskrá verður ósk Úkraínumanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Erlent 10. júlí 2023 07:01
Rússar reiðir eftir að Erdogan sleppti verjendum Maríupól Fimm af leiðtogum úkraínskra hermanna í Maríupól fengu í gær að fara frá Tyrklandi til Úkraínu, í fylgd með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Það að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi leyft þeim að fara til Úkraínu hefur reitt yfirvöld í Moskvu til reiði. Erlent 9. júlí 2023 08:57
Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. Erlent 8. júlí 2023 14:13
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. Erlent 8. júlí 2023 09:45
Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. Erlent 7. júlí 2023 12:19
Hættir tímabundið sem rektor og vinnur að heimildamynd í Úkraínu Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hefur lagt leið sína til Úkraínu í þeim tilgangi að taka upp heimildamynd um þær menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í landinu. Menning 7. júlí 2023 09:53
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. Erlent 6. júlí 2023 19:21
Segir Prigozhin í Rússlandi Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum. Erlent 6. júlí 2023 08:32
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. Erlent 5. júlí 2023 20:01
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Erlent 5. júlí 2023 15:18
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. Erlent 4. júlí 2023 14:11
Hetja Úkraínu eyddi nóttum með ófrískri eiginkonu í neðanjarðarbyrgi Georgiy Sudakov var hetja úkraínska 21 árs landsliðsins sem vann óvæntan sigur á Frökkum í átta liða úrslitum í Evrópukeppni 21 árs landsliða. Fótbolti 4. júlí 2023 10:30
Þrír drónar skotnir niður nærri Moskvu Þrír drónar voru skotnir niður í Rússlandi í nótt, tveir nærri Moskvu og einn í Kaluga-héraði. Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Tass voru drónarnir allir á leið í átt að höfuðborginni, á mismunandi tíma. Erlent 4. júlí 2023 06:55
Sendiherrann sagður farinn úr landi Rússneski sendiherrann á Íslandi er sagður farinn úr landi. Íslensk stjórnvöld mæltust til þess að sendiherrann færi heim þegar þau ákváðu að loka íslenska sendiráðinu í Moskvu í síðasta mánuði. Innlent 3. júlí 2023 11:25
Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. Erlent 3. júlí 2023 06:41