Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Forseti Úkraínu kallar almenning til vopna

Stjórnvöld í Úkraínu skora á almenning að sækja sér vopn í vopnabúr stjórnarhersins og berjast á móti innrásarher Rússlands. Mikill fjöldi manns hefur reynt að flýja í vesturátt frá austurhéruðum landsins þar sem ástandið er verst og frá höfuðborginni Kænugarði.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu við rússneska sendiráðið

Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráðið í Túngötu klukkan 17:30 í dag vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Fréttastofa verður í beinni frá mótmælunum á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi

Aron Arngrímsson, íslenskur kafari og atvinnurekandi sem hefur stundað rekstur í Úkraínu undanfarin ár, vann sleitulaust að því undanfarna viku að færa allar eignir fyrirtækis síns úr landi og í bandarískan banka.

Erlent
Fréttamynd

Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði

Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og íbúi í Kænugarði í Úkraínu var nokkuð rólegur þegar fréttastofa náði af honum tali á tólfta tímanum. Hann segir íbúa borgarinnar þó mjög kvíðna fyrir komandi dögum og mikil óvissa ríki meðal landsmanna um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa

Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni.

Erlent
Fréttamynd

Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín

Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu

Rauði krossinn hefur hafið neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka í Úkraínu sem hófust í morgun. Alþjóða Rauði krossinn er þegar með umfangsmikla mannúðaraðstoð í landinu vegna ástandsins sem hefur varað í austur Úkraínu undanfarin átta ár og vinnur hönd í hönd með Rauða krossinum í Úkraínu við að mæta þörfum almennra borgara og lina þjáningar vegna vopnaðra átaka.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Sextán íslenskir ríkisborgarar enn í Úkraínu

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fylgist grannt með stöðu 28 einstaklinga sem staddir eru í Úkraínu. Sextán þeirra eru íslenskir ríkisborgarar og hinir tólf hafa náin tengsl við Ísland, eru annað hvort makar eða börn íslenskra ríkisborgara.

Innlent
Fréttamynd

Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll

„Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“

Innlent
Fréttamynd

Rúss­neski sendi­herrann kallaður á teppið

Mikhaíl V. Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi var kallaður á teppið í utanríkisráðuneytingu, bæði í gær og í dag, þar sem íslensk stjórnvöld fordæmdu árásir Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra segir það sorglegt að stríðsátök hafi brotist út í Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Aukafréttatími í hádeginu vegna innrásar í Úkraínu

Rússneski herinn gerði í morgun innrás í Úkraínu að skipan Vladimír Pútín forseta Rússlands. Sprengjum hefur rignt yfir nokkrar borgir Úkraínu, innrás úr norðri, austri og suðri en fólksflótti er frá höfuðborginni Kiev í vestur.

Innlent
Fréttamynd

Veruleiki fólks í Úkraínu

Árásir rússneskra hersveita hafa kollvarpað lífi íbúa í Úkraínu. Greint hefur verið frá því að Rússar hafi skotið flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Þá hefur stór hópur hermanna einnig ráðist inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er stríð“

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 

Erlent