Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“

Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi öflugur í tapi Bil­bao

Landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var í stuði með liði Bilbao sem mætti Joventut Badalona á heimavelli í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Skoraði 109 stig á tveimur dögum

Engu er logið þegar sagt er að De'Aaron Fox, leikmaður Sacramento Kings, hafi verið sjóðheitur í síðustu tveimur leikjum liðsins. Í þeim skoraði hann samtals 109 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Þór Þ. - Tinda­stóll 78-101| Flug­elda­sýning hjá Stólum í fjórða leik­hluta

Tindastóll lék á als oddi í fjórða leikhluta þegar liðið sótti Þór Þorlákshöfn heim í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í sjöundu umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 78-101 Tindastóli í vil en Skagfirðingar komust upp að hlið Stjörnunni á toppi deildarinnar með þessum sigri. 

Körfubolti
Fréttamynd

Kristófer: Þetta virkaði alla­vega í kvöld

Kristófer Acox var í hlutverki þjálfara í kvöld þegar Valur tók á móti KR í fjarveru Jamil Abiad sem var veikur í dag. Valur vann sigur á KR og má telja að hann hafi verið mjög mikilvægur upp á sálarlíf Íslandsmeistaranna.

Körfubolti