„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“ Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir. Viðskipti innlent 29. desember 2020 19:31
Faraldurinn enn á siglingu í Danmörku og takmarkanir framlengdar til 17. janúar Þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi í Danmörku verða framlengdar til 17. janúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherrans Mette Frederiksen nú fyrir stundu. Til stóð að endurskoða þær 3. janúar. Erlent 29. desember 2020 19:29
Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Viðskipti innlent 29. desember 2020 18:44
Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Enski boltinn 29. desember 2020 18:00
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. Erlent 29. desember 2020 17:36
Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því. Erlent 29. desember 2020 16:40
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. Innlent 29. desember 2020 16:08
Rússneskur munkur handtekinn í áhlaupi á klaustur Rússneskir lögregluþjónar, útbúnir fyrir óeirðir, handtóku fyrrverandi munk í áhlaupi á klaustur í Úralfjöllum í morgun. Þar var munkurinn, sem heitir Nikolai Romanov en er kallaður faðir Sergei, handtekinn og hefur verið ákærður fyrir að hvetja ungmenni til sjálfsvíga. Erlent 29. desember 2020 16:05
Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. Enski boltinn 29. desember 2020 16:04
Níutíu sagt upp hjá World Class Níutíu starfsmönnum líkamsræktarstöðvarinnar World Class hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. Viðskipti innlent 29. desember 2020 15:44
Hannes kallar Guðmund Andra og aðra gagnrýnendur Bjarna farísea Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor bregst ókvæða við þeirri gagnrýni sem dynur nú á Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Innlent 29. desember 2020 15:38
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. Viðskipti erlent 29. desember 2020 14:47
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Erlent 29. desember 2020 13:31
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. Erlent 29. desember 2020 13:04
Allt bóluefnið fyrir fyrri sprautu forgangshópanna farið frá Distica Sólarhring eftir komu fyrstu skammtanna af Pfizer-bóluefninu til landsins er búið að senda það til heilbrigðisstofnana um allt land. Þetta kemur fram á heimasíðu Distica sem sér um dreifingu bóluefnisins hér á landi. Innlent 29. desember 2020 12:43
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Innlent 29. desember 2020 11:28
„Ár prófrauna, harmleikja og tára“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir kolefnisjafnvægi fyrir árið 2050 helsta baráttumál samtakanna á næsta ári. Heimsmarkmiðin 29. desember 2020 11:20
Sjö greindust innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Innlent 29. desember 2020 10:48
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Innlent 29. desember 2020 10:45
Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. Innlent 29. desember 2020 10:33
Svona var 149. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn mun vera sá 148. í röðinni en fundir hafa verið haldið með reglulegum hætti þetta ár sem senn er á enda. Innlent 29. desember 2020 10:30
Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. Erlent 29. desember 2020 10:06
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. Innlent 29. desember 2020 09:40
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. Innlent 29. desember 2020 09:04
Andlát vegna Covid-19 á Landspítala Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Innlent 29. desember 2020 08:46
Halda skrá yfir þá sem neita að láta bólusetja sig Heilbrigðisyfirvöld á Spáni munu halda skrá yfir þá einstaklinga sem neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Skránni verður deilt með öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Erlent 29. desember 2020 07:38
Meirihluti fylgjandi því að bólusetning gegn Covid-19 verði skylda Sex af hverjum tíu sem tóku afstöðu í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið vilja að bólusetning gegn Covid-19 eigi að vera skylda hér á landi. Innlent 29. desember 2020 06:51
Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. Lífið 28. desember 2020 23:45
Svona er dagskráin á sögulegum bólusetningardegi Bólusetning með bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni hefst á morgun, þriðjudaginn 29. desember, klukkan níu. Bólusett verður samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra; fyrst verður framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu bólusett og að því búnu íbúar á hjúkrunarheimilum og öldrunarstofnunum. Innlent 28. desember 2020 23:14
Rússar viðurkenna að mun fleiri séu látnir en áður var haldið fram Rússar hafa viðurkennt að fjöldi látinna af völdum covid-19 í landinu sé sá þriðji mesti í heiminum. Yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr sjúkdómnum, sem eru þrisvar sinnum fleiri en áður hafði verið greint frá. Erlent 28. desember 2020 23:09