Ronaldo afgreiddi Atletico Þrenna frá Cristiano Ronaldo í kvöld sá til þess að Real Madrid er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 2. maí 2017 20:30
Madrídarslagur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar Real Madrid og Atlético mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Juventus og Monaco eigast við. Fótbolti 21. apríl 2017 10:15
Sprengjumaðurinn í Dortmund var að reyna að græða peninga Þýska lögreglan er búin að handtaka mann sem grunaður er um að hafa komið fyrir sprengjum sem sprungu við rútu Dortmundar-liðsins fyrir leik þess gegn Monaco í Meistaradeildinni í síðustu viku. Fótbolti 21. apríl 2017 08:00
Mbappé skoraði í fjórða leiknum í röð og Monaco fór örugglega áfram Monaco er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur á Borussia Dortmund í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Stade Louis II í kvöld. Fótbolti 19. apríl 2017 20:46
Juventus hélt öðru sinni hreinu gegn Barcelona og komst áfram Juventus er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Barcelona í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitunum á Nývangi í kvöld. Fótbolti 19. apríl 2017 20:30
Tímabilið líklega búið hjá Neuer Hinn magnaði markvörður Bayern, Manuel Neuer, varð fyrir meiðslum í leiknum gegn Real Madrid í gær. Fótbolti 19. apríl 2017 09:30
Shakespeare vill meiri Meistaradeild Craig Shakespeare, stjóri Leicester, var stoltur eftir að lið hans hafði fallið út með sæmd í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 19. apríl 2017 08:30
Ancelotti vill fá myndbandstækni Carlo Ancelotti, þjálfari Bayern, var hundfúll eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeildinni í gær og sagði að dómari leiksins, Viktor Kassai, hefði ekki ráðið við verkefnið. Fótbolti 19. apríl 2017 08:00
Ekki fara á 80. mínútu Barcelona sló út PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap í fyrri leiknum. Nú þurfa Börsungar að koma til baka eftir 3-0 tap fyrir Juventus. Fótbolti 19. apríl 2017 06:30
Ronaldo skaut Bæjara úr leik | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern München í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. apríl 2017 21:15
Evrópuævintýri Leicester lokið | Sjáðu mörkin Evrópuævintýri Leicester City er lokið eftir 1-1 jafntefli við Atlético Madrid á King Power vellinum í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. apríl 2017 20:37
Vardy er nógu góður fyrir Atletico Diego Godin, varnarmaður Atletico Madrid, er hrifinn af Jamie Vardy, framherja Leicester, og segir að hann myndi komast í liðið hjá Atletico. Fótbolti 18. apríl 2017 10:30
Bale ekki með á morgun Real Madrid verður án Gareths Bale í seinni leiknum gegn Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun. Fótbolti 17. apríl 2017 20:30
Bartra: Erfiðustu fimmtán mínúturnar á ævinni Marc Bartra, leikmaðurinn hjá Borussia Dortmund, sem slasaðist við sprengingarnar við liðsrútu liðsins, hefur tjáð sig um það sem gerðist á þriðjudagskvöldið. Fótbolti 14. apríl 2017 15:00
Sjáðu öll 100 Evrópumörk Ronaldos | Myndband Cristiano Ronaldo náði þeim einstaka árangri í gærkvöldi að skora sitt hundraðasta mark í Evrópukeppnum á ferlinum. Fótbolti 13. apríl 2017 23:15
„Komið fram við okkur eins og bjórdós hefði verið kastað í rútuna“ Forráðamenn Borussia Dortmund eru ekki sáttir með að hafa þurft að spila leikinn gegn Monaco í 8-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu í dag. Fótbolti 12. apríl 2017 21:42
Umdeild vítaspyrna réði úrslitum á Vicenté Calderón | Sjáðu markið Mark Antoines Griezmann úr vítaspyrnu réði úrslitum í fyrri leik Atlético Madrid og Leicester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 12. apríl 2017 20:34
Ronaldo örlagavaldurinn í München | Sjáðu mörkin Cristiano Ronaldo reyndist örlagavaldurinn í fyrri leik Bayern München og Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í 1-2 sigri og fiskaði auk þess Javi Martínez af velli. Fótbolti 12. apríl 2017 20:30
Mbappe hélt uppteknum hætti gegn Dortmund | Sjáðu mörkin Franska undrabarnið Kylian Mbappe skoraði tvívegis þegar Monaco bar sigurorð af Borussia Dortmund, 2-3, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Fótbolti 12. apríl 2017 18:30
Shakespeare segist ekki hafa stungið Ranieri í bakið Craig Shakespeare, stjóri Leicester, segir að hann og fyrrum stjóri Leicester, Claudio Ranieri, hafi aldrei rifist á sínum starfsferli saman, en Shakespeare var aðstoðarmaður Ranieri. Enski boltinn 12. apríl 2017 14:30
Bartra gæti misst af restinni af tímabilinu vegna sprengjunnar Marc Bartra, miðvörður Borussia Dortmund, missir af fyrri leik liðsins gegn Monaco í átta liða úrslitum vegna meiðsla sem hann hlaut í gær. Hann gæti misst af restinni af tímabilinu. Fótbolti 12. apríl 2017 13:30
Kennslustund í hvernig stuðningsfólk á að koma fram Giorgio Marchetti, mótastjóri UEFA, segir að það að UEFA kunni mikið að meta það hvernig stuðningsmenn Borussia Dortmund og Mónakó brugðust vel í erfiðum aðstæðum í Dortmund í gær. Fótbolti 12. apríl 2017 09:30
Stuðningsmenn Dortmund sýndu Mónakó-fólkinu mikinn höfðingsskap Ekkert varð að leik Borussia Dortmund og Mónakó í Meistaradeildinni í gærkvöldi eftir að sprengjur sprungu við rútu Borussia Dortmund á leiðinni í leikinn. Leiknum var frestað um sólarhring en það voru ekki bara slæmar fréttir frá Þýskalandi í gær. Fótbolti 12. apríl 2017 08:30
Juventus í frábærum málum eftir 3-0 sigur á Börsungum Juventus er komið hálfa leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir glæsilegan sigur á Barcelona í kvöld. Fótbolti 11. apríl 2017 20:30
Leik Dortmund og Monaco frestað vegna sprengjuárásar Meistaradeildarslagur Dortmund og Monaco fer ekki fram eftir að sprengja slasaði leikmann þýska liðsins. Fótbolti 11. apríl 2017 18:30
Er Real Madrid tilbúið að selja bæði Bale og Ronaldo? Spænska blaðið Don Balon slær því upp í morgun að bæði forseti Real Madrid, Florentino Perez og knattspyrnustjórinn, Zinedine Zidane, séu það óánægðir með frammistöðu tveggja stærstu stjarna liðsins að þeir séu til sölu í sumar. Fótbolti 10. apríl 2017 08:45
Hinn ungi Julian Nagelsmann á leið með Hoffenheim í Meistaradeildina Hoffenheim steig stórt skref í átta að Meistaradeildarfótbolta á næsta tímabili þegar liðið vann tveggja marka útisigur á Hertha Berlin, 3-1, í þýsku bundesligunni í kvöld. Fótbolti 31. mars 2017 20:31
Sara Björk og félagar úr leik í Meistaradeildinni Þýska liðið Wolfsburg er úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir 1-0 sigur á útivelli í seinni leik sínum á móti franska liðinu Olympique Lyonnais í átta liða úrslitum Meistaradeildinni. Fótbolti 29. mars 2017 20:40
Segja Manchester United tilbúið að borga ofurlaun og metfé fyrir Neymar Spænska blaðið Sport slær því upp í morgun að Brasilíumaðurinn Neymar sé að öllum líkindum að fara klæðast búningi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn 28. mars 2017 08:30
Svona eru sigurlíkur liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar Fólkið á bandarísku tölfræðisíðunni FiveThirtyEight keppist við að reikna út líkur á öllu mögulegu og ómögulegu og það kemur ekkert á óvart að búið sé að reikna út sigurlíkurnar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17. mars 2017 22:30