Neymar færði Messi vondar fréttir í brúðkaupsgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 08:45 Xavi, Lionel Messi og Neymar. Vísir/Getty Lionel Messi bauð þáverandi liðsfélaga sínum Neymar í brúðkaup sitt síðasta sumar en það er óhætt að segja að þar hafi Brasilíumaðurinn stolið senunni frá Argentínumanninum. Xavi, goðsögnin hjá Barcelona, var einnig gestur í brúðkaupinu og hann hefur nú greint frá því hvað Neymar gerði í brúðkaupi Messi. Brúðkaupið fór fram í júlí og þar sagði Neymar frá því að hann væri á förum frá Barcelona. Franska liðið Paris Saint-Germain keypti Neymar síðan á 222 milljónir evra í ágúst en Neymar spilaði í fjögur tímabil með Barcelona-liðinu. Xavi var liðsfélagi Neymar á tveimur fyrstu tímabilum hans á Nývangi en lagði svo skóna á hilluna. „Hann sagði okkur það í brúðkaupi Messi að hann vildi breyta um lið. Ég spurði hann af hverju og hann sagðist ekki vera ánægður í Barcelona. Þetta var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ sagði Xavi við BBC en þessi fyrrum frábæri miðjumaður hefur trú á Neymar á nýja staðnum. „Ég tel að með Neymar og Kylian Mbappe þá eigi PSG góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Xavi. Xavi sagði frá þessu í viðtali við BBC en þar talaði hann einnig um möguleikann á að fara til Manchester United á sínum tíma. Martin Ferguson, bróðir Sir Alex Ferguson, var njósnari fyrir Manchester United og vildi reyna sannfæra Xavi um að koma til enska liðsins. Xavi valdi það hinsvegar að vera áfram hjá Barcelona því að það hafi verið hans uppáhaldslið. Xavi spilaði alls í sautján ár hjá félaginu og vann með því 25 titla. „Ég vildi vera alltaf í Barcelona. Þetta er mitt uppáhaldslið. Barcelona á stað í hjarta mínu,“ sagði Xavi. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Lionel Messi bauð þáverandi liðsfélaga sínum Neymar í brúðkaup sitt síðasta sumar en það er óhætt að segja að þar hafi Brasilíumaðurinn stolið senunni frá Argentínumanninum. Xavi, goðsögnin hjá Barcelona, var einnig gestur í brúðkaupinu og hann hefur nú greint frá því hvað Neymar gerði í brúðkaupi Messi. Brúðkaupið fór fram í júlí og þar sagði Neymar frá því að hann væri á förum frá Barcelona. Franska liðið Paris Saint-Germain keypti Neymar síðan á 222 milljónir evra í ágúst en Neymar spilaði í fjögur tímabil með Barcelona-liðinu. Xavi var liðsfélagi Neymar á tveimur fyrstu tímabilum hans á Nývangi en lagði svo skóna á hilluna. „Hann sagði okkur það í brúðkaupi Messi að hann vildi breyta um lið. Ég spurði hann af hverju og hann sagðist ekki vera ánægður í Barcelona. Þetta var hans ákvörðun og við verðum að virða hana,“ sagði Xavi við BBC en þessi fyrrum frábæri miðjumaður hefur trú á Neymar á nýja staðnum. „Ég tel að með Neymar og Kylian Mbappe þá eigi PSG góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina,“ sagði Xavi. Xavi sagði frá þessu í viðtali við BBC en þar talaði hann einnig um möguleikann á að fara til Manchester United á sínum tíma. Martin Ferguson, bróðir Sir Alex Ferguson, var njósnari fyrir Manchester United og vildi reyna sannfæra Xavi um að koma til enska liðsins. Xavi valdi það hinsvegar að vera áfram hjá Barcelona því að það hafi verið hans uppáhaldslið. Xavi spilaði alls í sautján ár hjá félaginu og vann með því 25 titla. „Ég vildi vera alltaf í Barcelona. Þetta er mitt uppáhaldslið. Barcelona á stað í hjarta mínu,“ sagði Xavi.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira