Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. Fótbolti 26. október 2022 21:00
Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. Fótbolti 26. október 2022 20:45
Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. Fótbolti 26. október 2022 18:45
Aldrei fleiri táningar verið í einu og sama byrjunarliðinu í Meistaradeildinni Ferð Íslendingaliðs FC Kaupmannahafnar til Andalúsíu var ekki til fjár en liðið tapaði 3-0 fyrir Sevilla og situr sem fastast á botni G-riðils Meistaradeildar Evrópu. Gestirnir frá Danmörku skráðu sig hins vegar á spjöld sögunnar þar sem alls voru sex táningar í byrjunarliðinu, þar af tveir frá Íslandi. Fótbolti 26. október 2022 18:01
Þessi eða hinn? Del Piero eða Totti Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru beðnir að velja á milli Alessandros Del Piero og Francescos Totti í dagskrárliðnum Þessi eða hinn sem er alltaf í lok hvers þáttar af Meistaradeildarmörkunum. Fótbolti 26. október 2022 14:46
Klopp segir meiðsli hafa spilað sinn þátt í slakri byrjun Liverpool Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, segir meiðsli og óheppni hafa spilað sinn þátt í óstöðugri byrjun liðsins á tímabilinu. Liverpool mætir Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld og dugir jafntefli til að endanlega tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Enski boltinn 26. október 2022 11:00
Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Fótbolti 26. október 2022 09:00
Hiti, högg og þreyta Haalands Erling Haaland lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Manchester City gerði markalaust jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fótbolti 26. október 2022 07:31
Orri yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar, varð í gær yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu frá upphafi. Fótbolti 26. október 2022 07:00
Juventus úr leik eftir tap í Portúgal | Stjörnurnar hjá PSG fóru á kostum í stórsigri Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar sex leikir í næst seinustu umferð riðlakeppninnar fóru fram á sama tíma. Ítalska stórveldið Juventus er úr leik eftir 4-3 tap gegn Benfica og stjörnurnar hjá Paris Saint-Germain léku á als oddi er liðið vann 7-2 sigur gegn Maccabi Haifa. Fótbolti 25. október 2022 21:14
Dortmund og City skiptu stigunum á milli sín Borussia Dortmund og Englandsmeistarar Manchester City skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu markalaust jafntefli í endurkomu Erling Braut Haaland á sinn gamla heimavöll í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 25. október 2022 20:53
Íslendingaliðið úr leik eftir tap á Spáni Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er úr leik í Meistaradeild Evrópu, en liðið mátti þola 3-0 tap gegn Sevilla í næst seinustu umferð G-riðils í kvöld. Fótbolti 25. október 2022 18:52
Chelsea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-2 útisigur gegn FC Salzburg í kvöld. Fótbolti 25. október 2022 18:40
Ísak Bergmann og Hákon byrja báðir í fyrsta sinn í Meistaradeildinni Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson eru báðir í byrjunarliði danska félagsins FCK í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 25. október 2022 15:51
„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“ Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum. Enski boltinn 25. október 2022 07:31
Grátbiðja Drake um að forða Arsenal frá bölvun Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaðurinn á streymisveitunni Spotify frá upphafi en þykir ekki eins vinsæll í heimi íþróttanna eftir fjölda óheppilegra atvika undanfarin ár. Fótbolti 20. október 2022 07:00
Valverde fékk risahrós frá Kroos Federico Valverde er nýjasta stórstjarnan í liði Real Madrid og er ein af ástæðunum að spænska stórliðið saknar ekki mikið brasilíska miðjumannsins Casemiro. Fótbolti 17. október 2022 16:31
Klopp í viðtali við Gumma Ben: „Þarft leikmenn til að klára dæmið“ Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox þegar Liverpool vann stórsigur á Rangers, 1-7, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn ræddi Gummi við Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Fótbolti 13. október 2022 14:00
Tölfræðingarnir hjá Opta í yfirvinnu eftir frammistöðu Liverpool í gær Liverpool skoraði sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni í gær og það var að nógu að taka þegar kom að metum og öðrum stórmerkilegum áföngum leikmanna Liverpool liðsins. Enski boltinn 13. október 2022 13:30
Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. Enski boltinn 13. október 2022 12:30
Sjáðu sex mínútna þrennu Salah, Son í stuði og sex marka leik á Nývangi Ensku félögin Liverpool og Tottenham unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjum þeirra hér inn á Vísi sem og úr miklu markajafntefli Barcelona og Internazionale. Fótbolti 13. október 2022 09:01
PSG með skæruliðadeild gegn Mbappe Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum. Fótbolti 13. október 2022 08:01
Kane og Son kláruðu Frankfurt | Porto vann í Þýskalandi Tottenham Hotspur og Eintracht Frankfurt eru jöfn að stigum í afar spennandi D-riðli í Meistaradeild Evrópu. Bæði þurfa þrjú stig eru þau mætast klukkan 19:00. Fótbolti 12. október 2022 21:30
Lewandowski bjargaði Meistaradeildar vonum Barcelona Spænska stórveldið Barcelona var úr nánast úr leik í Meistaradeild Evrópu þangað til Robert Lewandowski kom til bjargar með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Inter. Fótbolti 12. október 2022 21:15
Söguleg þrenna Salah er Liverpool gjörsigraði Rangers Mohamed Salah skoraði þrennu á sex mínútum í 1-7 útisigri Liverpool á Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Enginn hefur skorað þrjú mörk í Meistaradeildinni á jafn skömmum tíma. Fótbolti 12. október 2022 21:00
Napoli og Club Brugge verða í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar Napoli og Club Brugge tryggðu sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir úrslit fyrstu tveggja leikja dagsins í keppninni. Fótbolti 12. október 2022 18:45
„Töpuðu“ meira en þrjátíu milljörðum á kaupum á tveimur leikmönnum Það er óhætt að segja að rekstur fótboltaliðs Barcelona undanfarin ár hafi verið í kennslubók í hvernig á ekki að stýra fótboltafélögum. Fótbolti 12. október 2022 17:01
Mörkin í Meistaradeildinni: Blóðbað, umdeildir vítadómar og óvænt úrslit Nóg var um að vera í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en línur eru farnar að skýrast upp á framhaldið þar sem fjórða umferð riðlakeppninnar hófst. Hér má sjá öll mörkin í gærkvöld. Fótbolti 12. október 2022 12:31
Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni. Fótbolti 12. október 2022 12:00
Henry líkir Mbappé við dekraðan krakka: „Eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni“ Fyrrum franski framherjinn Thierry Henry segir landa sinn Kylian Mbappé bera keim af dekruðum krakka sem hafi aldrei verið neitað um neitt. Mbappé er sagður vilja fara frá Paris Saint-Germain aðeins örfáum mánuðum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning. Fótbolti 12. október 2022 10:30