Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Bikarmeistararnir í Digranesið

    Í dag var dregið í 32-liða úrslit karla og 16-liða úrslit kvenna í SS bikarnum. Í karlaflokki ber hæst að þar fá bikarmeistarar Stjörnunnar það erfiða verkefni að mæta HK mönnum, en Kópavogsliðið vann góðan sigur á bikarmeisturunum í deildinni í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar skelltu Íslandsmeisturunum

    Haukar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Framara að velli 30-29 í dhl deild karla í handbolta í kvöld. Andri Stefan skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Guðmundur Pedersen 6 og þeir Gísli Þórisson, Árni Sigtryggsson og Freyr Brynjarsson 4 hver. Þorri Gunnarsson skoraði 8 mörk úr 8 skotum fyrir Fram og Sergey Serenko skoraði 6 mörk.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Öruggur sigur HK í Ásgarði

    Lið Stjörnunnar í Garðabæ er enn án sigurs í DHL deild karla í handknattleik eftir að liðið steinlá á heimavelli fyrir HK í kvöld 28-23. Þetta var annar sigur HK í deildinni og tölfræði úr leiknum má lesa hér fyrir neðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í kvöld

    Þrír leikir fara fram í DHL-deildinni í handbolta í kvöld, tveir í karlaflokki og þá verður leikur Gróttu og ÍBV í kvennaflokki spilaður klukkan 19 á Seltjarnarnesi eftir að leiknum var frestað í gær. Í karlaflokki mætast Stjarnan og HK í Ásgarði klukkan 19 og Fram tekur á móti Haukum í Framhúsinu klukkan 20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Akureyri

    Fyrsta umferð DHL deildar karla í handbolta kláraðist í dag með tveimur leikjum. Valur vann sigur á liði Akureyrar 26-22 í Laugardalshöllinni og HK lagði Fylki örugglega 31-24 í Digranesi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Óvæntur sigur ÍR á Haukum

    Lið ÍR gerði sér lítið fyrir og skellti Haukum örugglega 36-30 í síðari leik kvöldsins í DHL deild karla í handbolta. Það var mál manna fyrir mót að ÍR yrði í miklum vandræðum í vetur eftir að hafa enn eina ferðina misst mikið af mönnum úr hóp sínum, en þessi fyrsti leikur liðsins í deildinni virðist þó ekki bera þess merki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framarar komu fram hefndum

    Íslandsmeistarar Fram sóttu Stjörnuna heim í fyrsta leik DHL deildar karla í handknattleik í kvöld og höfðu Íslandsmeistararnir sigur 30-26 og komu því fram hefndum frá tapinu í meistarakeppni HSÍ á dögunum. Þess má geta að Fram tekur á móti lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach í meistaradeildinni um helgina og verður sá leikur sýndur beint á Sýn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Deildin byrjar á stórleik

    DHL-deild karla hefst í kvöld með tveimur leikjum. Fyrsti leikur tímabilsins er stórleikur í Ásgarði þar sem bikarmeistarar Stjörnnunar mæta Íslandsmeisturum Fram og hefst leikurinn kl. 19:00. Í Austurbergi mætast ÍR og Haukar og hefst sá leikur kl. 20:00.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Spá þjálfara og forráðamanna

    Valsmönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í DHL-deild karla, samkvæmt spá þjálfara og forráðamanna. Fram er spáð öðru sætinu, síðan koma Haukar, Stjarnan, HK og Akureyri. Fylkismönnum og ÍR-ingum er spáð falli í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram - Stjarnan að hefjast

    Leikur Fram og Stjörnunnar í meistarakeppni HSÍ hefst nú klukkan 19 í Framhúsinu, en þetta er árleg viðureign Íslands- og bikarmeistaranna í handboltanum og markar hann upphaf leiktíðarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Handboltavertíðin hefst á morgun

    Á morgun hefst handboltavertíð vetrarins með formlegum hætti þegar kvennalið ÍBV og Hauka leiða saman hesta sína í Vestmannaeyjum í meistarakeppni HSÍ. Á miðvikudaginn er svo komið að körlunum þar sem Fram og Stjarnan eigast við í Framhúsinu. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Neitar að tjá sig

    Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu síðustu daga þá hefur Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals þar sem hann hafi reynt að skapa óróa innan félagsins með ummælum sínum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Talar frjálslega um peningamál leikmanna Valsliðsins

    Á heimasíðu Vals má enn finna nokkur bréf skrifuð af Rieg og Fréttablaðið hefur einnig undir höndum spjallþráð sem hefur verið eytt af síðunni en í honum fer Rieg mikinn. Við skulum byrja á að draga út nokkur ummæli í þræðinum sem var eytt en Rieg stofnaði hann 23. maí 2006, skömmu eftir að Ernir Hrafn Arnarsson hafði gengið í raðir Vals. Fram var eitt þeirra liða sem vildi fá Ernir í sínar raðir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þetta er ekki málefni Fram

    Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri - handboltafélag prófar Litháa

    Í gær kom til Akureyrar litháíska skyttan Dmitrij Afanasjev en hann mun vera til reynslu hjá félaginu næstu daga og einnig mun hann leika með liðinu á Sjallamótinu um helgina. Afanasjev er 22 ára gamall og er örvhent skytta. Hann er rúmir 190 sentimetrar á hæð. Hann skoraði rúmlega fimm mörk í leik í litháísku deildinni síðasta vetur og kom ekkert þeirra af vítalínunni. Lið hans endaði í fjórða sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK kærði aftur

    Kæru HK vegna félagaskipta markvarðarins Egidijusar Petkeviciusar úr Fram í HK var vísað frá í gær vegna formgalla en HK-menn stóðu ekki nógu vel að kærunni. Þeir létu það ekki stöðva sig heldur lögðu inn nýja kæru vegna málsins í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn eru stórhuga fyrir komandi leiktíð

    Valsmenn boðuðu til mjög svo veglegs blaðamannafundar í húsakynnum Frjálsa fjárfestingabankans í gær þar sem farið var yfir stöðu mála, bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna. Markmið Vals er mjög einfalt, sigur í öllum keppnum sem í boði eru.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn ætla sér stóra hluti

    Handknattleiksdeild Vals ætlar sér stóra hluti í karla- og kvennaflokki á næstu leiktíð og nú hefur félagið tilkynnt leikmannahópa sína í báðum flokkum fyrir veturinn. Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur sem kunnugt er ákveðið að snúa aftur á Hlíðarenda og þá hefur félagið gert samning við hinn efnilega Ernir Hrafn Arnarson.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sáttur við mótherjana

    Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, segist mjög ánægður með mótherja íslenska liðsins í B-riðlinum á HM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í janúar næstkomandi. Í samtali við NFS sagði Alfreð að Evrópumeistarar Frakka væru ekkert verri mótherji en hinar þjóðirnar í efsta styrkleikaflokki á mótinu, en benti á að þó vissulega væri lið Úkraínu sýnd veiði en ekki gefin, væri íslenska liðið heldur ekki skipað neinum aukvisum.

    Sport
    Fréttamynd

    Markús Máni í Val

    Landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelsson hefur gert munnlegt samkomulag um að leika með Valsmönnum næstu þrjú árin. Þetta kom fram í kvöldfréttum NFS. Markús er Valsmaður í húð og hár, en hann hefur leikið með þýska liðinu Dusseldorf undanfarin tvö ár. Ljóst er að Markús Máni á eftir að styrkja lið Vals verulega á næstu leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Ernir í Val

    Handknattleiksmaðurinn efnilegi Ernir Hrafn Arnarsson úr Aftureldingu í Mosfellsbæ er genginn til liðs við Valsmenn. Ernir skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Reykjavíkurliðið, sem ætlar sér stóra hluti næsta vetur og lofuðu forráðamenn liðsins frekari liðsstyrk á næstunni á blaðamannafundi sem haldinn var af þessu tilefni í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Samningur Petkevicius ekki framlengdur

    Íslandsmeistarar Fram í handknattleik hafa ákveðið að endurnýja ekki samninga við litháenska markvörðinn Egidijus Petkevicius sem verið hefur hjá liðinu í þrjú ár.

    Sport
    Fréttamynd

    Óskar áfram með Val

    Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár.

    Sport
    Fréttamynd

    Sigfús semur við Fram til þriggja ára

    Leikstjórnandinn snjalli Sigfús Sigfússon hjá Íslandsmeisturum Fram hefur gert nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Sigfús var lykilmaður í spútnikliði Fram í vetur og var meðal annars kosinn efnilegasti leikmaður ársins af þjálfurum í DHL-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram íslandsmeistari

    Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir að liðið valtaði yfir Víking/Fjölni í Safamýrinni 35-18. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í karlaflokki síðan árið 1972. Á meðan lögðu Haukar granna sína í FH 32-28 á útivelli og enduðu með jafn mörg stig og Fram í töflunni, en Fram hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram í góðum málum

    Fram er á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, en liðið hefur yfir 16-9 gegn Víkingi/Fjölni í hálfleik, þar sem Jóhann Einarsson er búinn að skora 5 mörk fyrir Safamýrarliðið. FH-ingar hafa yfir 13-12 gegn grönnum sínum í Haukum og því má segja að útlitið sé gott hjá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar.

    Sport
    Fréttamynd

    Haukar burstuðu Víking/Fjölni

    Íslandsmeistarar Hauka skutust í kvöld upp að hlið Fram á toppi DHL-deildarinnar í handbolta þegar liðið burstaði Víking/Fjölni á heimavelli sínum 33-19. Haukar hafa hlotið 39 stig eins og Fram, en Víkingur/Fjölnir er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Mikilvægur sigur FH á HK

    FH-ingar unnu í kvöld gríðarlega mikilvægan 30-27 sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í Kaplakrika. HK hefði geta tryggt veru sína á meðal þeirra bestu með sigri, en þarf nú að bíða eitthvað lengur eftir því. HK er í 6.sæti deildarinnar með 28 stig, en FH er í því 7. með 23. Fyrr í dag lögðu Eyjamenn svo Stjörnuna 32-27 í leik sem skipti í raun litlu máli þar sem bæði lið sigla lygnan sjó í efri- og neðrihluta deildarinnar. Leik Hauka og Víkings/Fjölnis er enn ólokið.

    Sport
    Fréttamynd

    KA marði sigur á Aftureldingu

    KA vann í dag nauman sigur á Aftureldingu 29-28 í síðari leik dagsins í DHL-deild karla í handbolta, en leikið var í Mosfellsbæ. KA er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, en Afturelding í því 10. með 20 stig.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram rótburstaði ÍR

    Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu.

    Sport