Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Læri­sveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guð­mundar

TTH Holstebro, liðið sem Arnór Atlason þjálfar, vann 35-32 gegn Bjerringbro-Silkeborg í þriðju umferð riðlakeppninnar sem veitir sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Sigurinn skaut TTH Holstebro upp í annað sætið, upp fyrir Fredericia, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir ráðinn til HSÍ

Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, hefur verið ráðinn til Handknattleikssambands Íslands sem sérlegur ráðgjafi þess. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi við Hlíðarenda í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Verður svaka­legur leikur“

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er vongóður fyrir oddaleik liðs hans við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Búast má við spennuleik.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég er smá í móðu“

Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Haraldur tekur við Fram af Rakel

Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur.

Handbolti
Fréttamynd

„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“

„Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Aftur­elding - Valur 29-26 | Ein­vígið ræðst í odda­leik

Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til.

Handbolti