Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík

Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Reykt í bíl með börnin aftur í og hval­kjöt í skottinu

Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Skilur borgar­stjóri ekki rekstur Reykja­víkur­borgar?

Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum.

Skoðun
Fréttamynd

Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð

Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. 

Skoðun
Fréttamynd

Kulnun ekki skil­greindur sjúk­dómur

Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar.

Skoðun
Fréttamynd

Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí?

Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna.

Skoðun
Fréttamynd

Að þekkja sinn vitjunartíma

Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Evrópskt hlað­borð eða súrt hval­kjöt?

Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki í boði að gefast upp

Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Straum­hvörf fyrir sauð­fjár­bændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­völlurinn fer hvergi

Stjórnmál geta verið allavega. Í mínum huga eru þau mikilvægt tæki til að móta samfélag og vinna að framförum. Átök eru hluti af stjórnmálunum, hluti af lýðræðinu. Almennt gilda í stjórnmálum ákveðnar leikreglur. Þær eru mikilvægar og snúa helst að því að stjórnmálamenn komi fram af heilindum og nýti sér ekki viðkvæm málefni til að skapa ótta meðal borgaranna. Það er ekki aðeins ómerkilegt heldur skaðlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­eining Kvennó og MS?

Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um.

Skoðun
Fréttamynd

Að meðaltali frekar fínt

Á síðustu árum hefur fasteignaverð margfaldast og það hafa vextir af lánum gert sömuleiðis. Þess vegna ekki að furða þótt hlutfall fyrstu kaupenda hafi minnkað gífurlega. Það er einfaldlega of erfitt að komast inn á markaðinn. Fyrir vikið safnast snjóhengja af ungu fólki í húsnæðisþörf sem fyrr eða síðar mun þurfa að komast í íbúð, sama hvað.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíalísk fjár­hags­á­ætlun – svona byggjum við góða borg

Kæru félagar. Í þessari grein ætlum við að ræða fjárhagsstöðu Reykjavíkur og sýn Sósíalista. Sýn sem felur í sér að létta gjaldtöku af lág- og millitekjufólki og færa hana til þeirra sem hafa bolmagn. Á síðustu árum hafa skattar verið lækkaðir á fyrirtæki og hin ríku.

Skoðun
Fréttamynd

0,0

Í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir árin 2024-2028 seg­ir fjár­málaráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, að fel­ist skýr mark­mið. Meðal ann­ars sé eitt mark­miðanna að styðja við Seðlabank­ann í því verk­efni að tempra verðbólgu. Því­líkt froðusnakk!

Skoðun
Fréttamynd

1. maí í 100 ár

Það er hægara sagt en gert að setja sig í spor alþýðufólksins sem safnaðist saman á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis árið 1923 þegar fyrsti kröfufundurinn í tilefni 1. maí var haldinn í Reykjavík fyrir akkúrat hundrað árum.

Skoðun
Fréttamynd

Rísum upp!

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og er óhætt að segja að launafólk og almenningur standi á tímamótum.

Skoðun
Fréttamynd

Aukið fjármagn til flugvalla um land allt

Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs

Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins.

Skoðun
Fréttamynd

Sterkasta vöru­merki ís­lenska heil­brigðis­kerfisins

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Þríhyrndur tangódans

Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta.

Skoðun
Fréttamynd

Tryggjum raf­orku­öryggi heimila

Orkuþörf heimila á Íslandi er innan við 5% af raforkuframleiðslu þjóðarinnar. Væru þau í framboði til Alþingis myndu þau því ekki ná kjördæmakjörnum fulltrúa á þing þó um sé að ræða hjartað í íslensku samfélagi. Orkuþörf venjulegra fyrirtækja, allt frá hárgreiðslustofum til fjármálafyrirtækja og bænda, er síðan hátt í 15% til viðbótar. Restin af orkuframleiðslunni, eða tæplega 80%, hennar fer til orkufreks iðnaðar svo sem álvera, járnblendis og gagnavera.

Skoðun
Fréttamynd

Kveikjum neistann í Reykjavík

Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svara Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjá Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ.

Skoðun
Fréttamynd

Banvænir biðlistar

Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að upp­lýsa íbúa

Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli.

Skoðun