Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Aukum jöfnuð

Í nýrri könnun ASÍ kemur fram að skattar hafa hækkað á alla tekjuhópa frá árinu 1998, langmest á þá tekjulægstu. Á þessum 19 árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 15 ár, lengst af í öndvegi. Hann hefur horn í síðu skatta og lítur alls ekki á þá sem leið til tekjujöfnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Séreign er ekki sýnd veiði, heldur þín eign

Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifaði grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 17. ágúst undir fyrirsögninni "Séreign er sýnd veiði en ekki gefin“. Þar er hann meðal annars að tala um samkomulag vegna 3,5% viðbótariðgjalda í tilgreinda séreign að hluta eða öllu leyti, þegar iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóði hækkar úr 8% í 11,5% og heildariðgjaldið verður komið í 15,5% um mitt næsta ár.

Skoðun
Fréttamynd

Spurt er um stöðugleika

Íslendingar eru háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er takmörkunum háð hvað við getum framleitt og hvers konar þjónustu við getum boðið upp á sem eyland.

Skoðun
Fréttamynd

Upp úr hjólförunum

Það er verðug áskorun allra sem að þessum málum koma að forðast að festast í gömlum hjólförum sem ekki færa málin áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Ljótur leikur

Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að auka jöfnuð landsmanna; eyða fátækt og bæta kjör þeirra sem standa höllum fæti.

Skoðun
Fréttamynd

Haustverkin

Á meðan tímarnir breytast og mennirnir með þá er stundum eins og stjórnmálin og stjórnsýslan lúti öðrum lögmálum. Það þarf ekki endilega að vera slæmt en í flestum tilfellum er þó betra að þessir hlutir haldist í hendur.

Skoðun
Fréttamynd

Rannsóknir í ferðaþjónustu

Ég hef ekki séð þetta verkefni fyrir mér sem nýja stofnun heldur fremur sem styrkingu á því sem fyrir er; vonandi nógu mikla styrkingu til að hægt verði að tala um gerbreytingu á rannsóknaumhverfi greinarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Listi ráðalausu ríkisstjórnarinnar lengist

Ráðherra ferðamála vill fjölga stofnunum við stjórnsýsluna. Skilja má ráðherra á þann veg að ný stofnun sé nauðsynleg til að hægt sé að taka ákvarðanir um takmörkun á aðgengi ferðamanna að viðkvæmum svæðum í náttúru Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Vanmetin Costco-áhrif?

Það var fagnaðarefni þegar samkeppnisumhverfið í smásölu tók stórt stökk fram á við til hins betra með tilkomu Costco, enda láta viðbrögðin ekki á sér standa. Neytendur bera saman verð og gæði á síðum samfélagsmiðlanna og verðvitund þeirra eykst í kjölfarið.

Skoðun
Fréttamynd

Upprætum ofbeldi gegn börnum

Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum.

Skoðun
Fréttamynd

Grá fyrir járnum

Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref.

Skoðun
Fréttamynd

Betri þjónusta Strætó

Stjórn Strætó samþykkti þjónustustefnu í byrjun maí sem nú er í innleiðingu. Allar rekstrareiningar innan fyrirtækisins munu þannig setja sér markmið um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna við farþega. Markmiðið er að farþegar upplifi sig velkomna og örugga í vögnum og ferðaþjónustu Strætó.

Skoðun
Fréttamynd

Undarlegir atburðir við þinglok

Þegar mál eru "keyrð í gegn“ á lokaspretti þingstarfa er allt of algengt að það leiði til ýmiss konar mistaka við lagasetningu. Stundum eru það "tæknileg mistök“ sem þarf þá að laga síðar, jafnvel eftir ábendingar dómstóla. En stundum eru afgreidd mál sem eru óskynsamleg og líkleg til að vinna gegn markmiðunum sem þeim er ætlað að ná.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Dags B. Eggertssonar

Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Gísla Marteins

Það er ánægjulegt að þú hafir alltaf sama, einlæga áhugann á málefnum Reykjavíkurborgar og á þéttbýlisskipulagi og umhverfismótun almennt.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er Borgarlína?

Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð.

Skoðun
Fréttamynd

Aukum og samþættum heimaþjónustu

Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja "fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf.

Skoðun
Fréttamynd

Akureyrarbær virkur þátttakandi í norðurslóðasamstarfi

Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða

Skoðun
Fréttamynd

Að pissa í skóinn sinn

Pólitískir loftfimleikar snúast iðulega um undanbrögð, eftiráskýringar og kúvendingu í stefnumálum. Ríkisstjórnin iðkar þá íþrótt nú af miklum móð.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugir og traustir lífeyrissjóðir

Undanfarið hafa ítrekað birst í opinberri umræðu rangar fullyrðingar um lífeyrissjóði landsmanna. Virðist sem tilgangurinn sé að vekja sem mesta tortryggni í garð sjóðanna og lífeyriskerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Pláss

"Þú ert grannur maður. Hví tekur þú svo mikið pláss?“ Hún var kurteis en ákveðin. Við sátum í neðanjarðarlest. Sæti af skornum skammti. Hann sat útbreiddur og gleiður. Hrútbreiddur. Líkt og margir aðrir karlar í lestinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu

Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum.

Skoðun
Fréttamynd

Baðfylli af bruðli

„Þetta skiptir engu máli,“ sagði hún glaðbeitt. Alnetskaupin afgreidd af fullkomnu kæruleysi. Algjörlega óvíst hvort flíkurnar reyndust passlegar eða nothæfar. Það var aukaatriði. Flíkurnar voru svo ódýrar.

Bakþankar
Fréttamynd

Það er hægt

Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir.

Skoðun