Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Reikningsskapur

Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað.

Skoðun
Fréttamynd

Ökufantagerði

Þeir ökunemar sem ljúka námi í dag þurfa að fá þjálfun í svokölluðum ökugerðum þar sem bílar eru látnir lenda í ýmsum ævintýrum eins og að renna til í hálku. Þetta hljómar skemmtilegt og gagnlegt þótt ekki sé víst að hið síðarnefnda sé rétt. Í handbókinni Handbook of Road Safety Measures sem mælir árangur af ýmsum ráðstöfunum í umferðaröryggismálum er þannig vitnað til tveggja rannsókna á fylgni milli hálkuþjálfunar og slysatíðni. Báðar rannsóknirnar sýndu að slysatíðni ungra ökumanna sem fóru í gegnum slíka þjálfun jókst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjónarspil á þingi

Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar.

Skoðun
Fréttamynd

Öfugþróun snúið við

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Fréttablaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfærandi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður.

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem ábyrgðin liggur

Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur.

Skoðun
Fréttamynd

Lýðræðið ógn við lýðræðið?

Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem notast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóðendur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tómlæti er ekki í boði

Frá því á föstudaginn langa 22. júlí hef ég fylgst af vaxandi aðdáun með því hvernig Norðmenn hafa brugðist við ólýsanlegum hörmungum af reisn, yfirvegun og mannkærleika. Á Íslandi getur engum dulist að hryðjuverkin í Noregi færa illskuna sem þrífst í sálum fjöldamorðingja á borð við Anders Behring-Breivik óþægilega nálægt okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Moggalygi í Magmamáli

Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálfstæðismanninum og bæjarstjóranum Ásmundi Friðrikssyni, að kaup lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og greiðslur Alterra Power (Magma) til eiganda síns, væri lokahnykkurinn í svikamyllu Steingríms nokkurs Sigfússonar í þessu alkunna Magmamáli.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnlögum náð

Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góða umferðarhelgi!

Við upphaf mestu umferðarhelgar ársins er ekki úr vegi að ökumenn hugleiði helstu orsakir alvarlegra umferðarslysa áður en lagt er út á þjóðvegi landsins. Hver og einn getur síðan metið með sjálfum sér hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Miðbær Reykjavíkur

Þótt áhrif loftbóluhagkerfisins sírædda hafi verið mikil voru þau að mörgu leyti ekki sýnileg eða áþreifanleg. Öðru mál gegnir um miðbæ Reykjavíkur. Þar blasa áhrifin við í niðurníddum og yfirgefnum húsum, auðum lóðum, gleri, stáli og steinsteypu. Loftbólumyndun í efnahagsmálum hefur oft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfið og skynsemi í skipulagsmálum fer oft út um gluggann. Auk þess getur skipulag verið til þess fallið að blása lofti í bóluna.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin í af­neitun

Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablaðið á föstudag þar sem hún reynir að réttlæta slæleg vinnubrögð borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin sýnir að borgarfulltrúar Samfylkingar láta sér í léttu rúmi liggja að Reykjavíkurborg er komin rúmum fimm mánuðum fram yfir lögbundinn frest vegna skila á þriggja ára fjárhagsáætlun til innanríkisráðuneytisins.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­lausn í Ráð­húsi Reykja­víkur

Við núverandi aðstæður í efnahagsmálum skiptir miklu máli að Reykjavíkurborg haldi þeirri sterku fjárhagslegu stöðu, sem byggð var upp á síðasta kjörtímabili undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Minnstu veikleikamerki geta hæglega rýrt traust borgarinnar gagnvart fjárfestum, en gott traust er forsenda þess að hún og fyrirtæki hennar geti sótt sér lánsfé á hagstæðum kjörum.

Skoðun
Fréttamynd

Múgurinn spurður II

Ögmundur vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann má þó eiga það að þrátt fyrir þessa afstöðu þá hefur hann gefið hina misráðnu hugmynd um samgöngumiðstöð upp á bátinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Múgurinn spurður

Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dómskerfi nr. 2

Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er þetta nýja Ísland?

Nú eru nærri þrjú ár frá hruni – meira en tvö og hálft ár frá því að ríkisstjórn VG og Samfylkingar tók við stjórnartaumum og sagðist ætla að breyta öllu til hins betra. Hver er staðan í raun?

Skoðun
Fréttamynd

Allt annað mál

Sú yfirlýsing RÚV að stöðin myndi ekki sýna barnaþætti þar sem erlendum orðum er skotið í samræður, gjarnan í kennsluskyni, er án efa með fýlupúkalegri fréttum á þeim hluta ársins 2011 sem er að líða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sumarbústaðagettó

Það ríkir einstök og merkileg aðskilnaðarstefna í ferðamálum á Íslandi. Innfæddir keyra allt sjálfir, tjalda og gista í bústöðum. Útlendingarnir eru keyrðir og látnir gista á hótelum. Það þykir sérstakt markmið að bjóða hinum erlendu gestum sem dýrasta gistingu en hinum innlendu sem ódýrastan valkost við hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Laugavegur: Aðlaðandi sumargata

Laugavegurinn er ekki sérlega aðlaðandi fyrir fótgangandi þegar bílaumferðin er sem mest. Það er til að mynda ekkert gaman að vera þar á gangi með lítil börn.

Skoðun
Fréttamynd

Læknasmók

Menn segja stundum að frelsið glatist sjaldnast allt í einu heldur hægt og í smáum skrefum. Það er ekki alltaf satt. Stundum eru skrefin stór, hröð og endatakmarkið ljóst. Tillögur nokkurra þingmanna um því sem næst allsherjarbann á sölu, neyslu og umræðu um tóbak hafa fengið verðskuldaða athygli almennings. Þingmönnunum er það raunar til hróss að sýna okkur endastöðina í þessum leiðangri sínum. Hún liggur fyrir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn er beðið eftir lausn á skuldavandanum

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir elska okkur mest?

Fram undan er Eurovision. Sumir líta á Eurovision sem söngkeppni, ég lít á hana sem margvítt reikningsdæmi. Keppnin hefur nefnilega á undanförnum árum orðið mörgum merkum fræðimönnum tilefni vandaðra skrifa í virt vísindatímarit. Jæja, kannski ekki mjög virt. Og kannski hafa skrifin ekki alltaf verið vönduð. Og kannski hafa fræðimennirnir hvorki verið margir né merkir. En eitthvað hafa þeir nú fundið út.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engar heimildir fyrir niðurníðslu

Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðiþjóð

Ég hef sjálfur aldrei hitt þjóðina. Það fólk sem það hefur gert hefur sagt mér af henni ýmsar sögur. Margar þeirra sýna þjóðina sem viðkunnanlega veru, tilfinningaríka, sem hagar sér þó rökrétt eftir aðstæðum. Þjóðin er þannig brjáluð út af hruninu og hún treystir ekki stjórnmálamönnum. Það er svo sem skiljanleg afstaða. En þjóðin er líka frjálslynd og vel menntuð, sem fær mig til að halda að mér ætti að líka vel við hana. Ég sjálfur er nefnilega líka frjálslyndur og vel menntaður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frestum 15 metrunum

Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar.

Skoðun