Mjólkunarkvótar Frjáls markaður er undursamlegt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel. Fastir pennar 13. ágúst 2010 00:01
Síðasta tækifærið forgörðum Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar hinn 29. júlí sl. var samþykkt að heimila skuldarabreytingu á kúluláni sem gefið var út þegar Reykjanesbær seldi Geysi Green Energy hlut sinn í HS orku. Skoðun 12. ágúst 2010 06:00
Fyrir neðan allar hellur Umræða um kaup Magma Energy á HS orku er stórfurðuleg og yfirleitt á nokkurn veginn sama plani og jarðhitinn sem um er rætt. Eftir að ég benti, í fréttum Sjónvarpsins, á þá alkunnu staðreynd að undir handleiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa margar þjóðir misst yfirráð yfir auðlindum sínum og á þá hættu sem felst í aukinni skuldsetningu ríkisins, fjallaði Fréttablaðið um málið í dálki sem kallaður er Frá degi til dags. Á þeim vettvangi fá blaðamenn tækifæri til að viðra skoðanir sínar í hæðnistón. Skoðun 27. júlí 2010 06:00
Af hverju minnkar ekki reiðin? Af hverju minnkar ekki reiðin? Því er ekki að leyna að það er pirringur og reiði í samfélaginu sem tengist með einum eða öðrum hætti hruninu og afleiðingum þess. Einhverjir kunna að furða sig á því hve reiðin er enn djúpstæð og virðist ætla að endast lengi. Í ljósi þess hversu mikið áfall dundi yfir þjóðina á haustdögum 2008 er hins vegar ekki að undra að fólk skuli enn vera tilfinningalega sundurtætt. Þannig mun það án efa verða um sinn eða í það minnsta þar til sérstökum saksóknara hefur tekist að grynnka á málafjöldanum á hans borði. Fólk verður ekki sátt fyrr en fundnar hafa verið ásættanlegar lausnir á allra erfiðustu skuldamálum sem til var stofnað á góðæristímanum. Skoðun 15. júlí 2010 06:00
Matvælaóöryggi Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun! Fastir pennar 2. júlí 2010 06:00
Ásælni óskast Ég fæ æluflog í hvert skipti sem ég heyri þá orðnotkun að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki, eða eitthvað annað sem íslenskt er. Í fyrsta lagi vegna þetta er ekki satt og í öðru lagi myndum við gjarnan vilja að það væri það. Við þurfum einfaldlega fleiri erlendar fjárfestingar, erlend fyrirtæki, erlent fagfólk og þá reynslu sem öllu þessu fylgir. Fastir pennar 18. júní 2010 06:00
Kálsopi Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Skoðun 17. júní 2010 06:00
Afnám umdeildra vatnalaga Á fundi iðnaðarnefndar Alþingis í morgun var afgreitt frumvarp iðnaðarráðherra um afnám hinna umdeildu vatnalaga frá 2006. Það var niðurstaða meirihluta nefndarinnar, fulltrúa Samfylkingarinnar, VG og Hreyfingarinnar að nema bæri lögin úr gildi en fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu til að gildistöku laganna yrði enn frestað, nú í þriðja sinn. Skoðun 12. júní 2010 06:00
Niðurgreiddir bílar Margir virðast afar sannfærðir um að bílar og bensín séu afar skattpínd fyrirbæri. Kannski ekki að ósekju. Þegar bensínlítrinn er greindur niður í krónur kemur vissulega á daginn að flestar þeirra enda hjá Ríkinu. Sömuleiðis hvíla fjölmörg gjöld á bílunum sjálfum, vörugjöld, bifreiðagjöld og þungaskattar. Fljótt á litið virðast því hagsmunaaðilar bíleigenda hafa nokkuð til síns máls. Ríkið skattpínir bíleigendur, en samt halda allir áfram að keyra. Fólkið hefur valið einkabílinn. Fastir pennar 4. júní 2010 06:00
Uppköst og dramatík Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í Skoðun 1. júní 2010 09:01
Þetta er Framsókn Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt. Skoðun 29. maí 2010 22:00
Ó, borg mín borg! Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hún mótaði mig og gerði að því sem ég er í dag. Pabbi var lögga. Mamma vann í mötuneyti Borgarspítalans. Ég safnaði peningum með tombólum, til að láta gott af mér leiða og fá mynd af mér í Vísi. Ég var í Réttó. Ég naglhreinsaði mótatimbrið utan af Seðlabankabyggingunni. Ég fór á tónleika í Hafnarbíó. Ég vann í Hampiðjunni. Ég fór í Iðnó og þar heillaðist ég af leiklistinni. Skoðun 29. maí 2010 06:00
Atvinnan skiptir öllu máli Kæri borgarbúi! Í dag er kosið í Reykjavík. Kosningabaráttan hefur verið stutt en áherslurnar eru skýrar. Við í Samfylkingunni viljum að borgin beiti sér af fullu afli gegn atvinnuleysinu. Ástæðan er sú að ef atvinnuleysið fær að aukast þá þarf að skera niður þá þjónustu sem borgin veitir og hækka skatta eða gjaldskrár, til dæmis á leikskólum. Skoðun 29. maí 2010 06:00
Líf Magneudóttir: Vinstri græn framtíð Fyrir sveitastjórnarkosningar upphefst gjarnan sá söngur að allir flokkar séu eins og að stefnumál þeirra séu þau sömu. Sami grautur í mismunandi skálum. Það má vissulega til sanns vegar færa að margt sé líkt með stefnumálum stjórnmálaflokka á sveitastjórnarstigi. Ástæða fyrir því að stefnumálin virðast vera hin sömu er einföld: Stór hluti verkefna sveitarfélaga er lögbundinn. Þeim er þröngur stakkur sniðinn af löggjafanum. Skoðun 26. maí 2010 14:45
Pawel Bartoszek : Af hverju fimmtán? Það er til formúla yfir hve margir þingmenn eigi að sitja á þingum ríkja. Besti fjöldinn er víst fenginn með því að taka þriðju rót af íbúatölu ríkisins og sé það gert í tilfelli Íslands kemur í ljós að hér ættu að vera 68 þingmenn, sem sagt, ansi nálægt raunverulega fjöldanum. Sé sömu formúlu beitt í tilfelli Reykjavíkur kemur á daginn að í ráðhúsinu ættu að sitja 49 borgarfulltrúar. Þeir eru hins vegar fimmtán og hefur fjöldi þeirra haldist nær óbreyttur í heila öld. Fastir pennar 21. maí 2010 06:00
Líf Magneudóttir: Lítilmagnar samtímans Fyrir ekki ýkja löngu dáðist borgarfulltrúi í viðtali í sjónvarpinu að öllu örláta fólkinu sem lætur gott af hendi rakna til lítilmagnans sem stendur í biðröð eftir nauðþurftum og fram spretta myndir í hugann. Skoðun 14. maí 2010 09:31
Sigurjón Þórðarson: Hundrað milljarða spurningin Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Skoðun 14. maí 2010 09:28
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Pólitísk leikatriði Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál.c Skoðun 14. maí 2010 06:00
Dagur B. Eggertsson: Reykjavík verður að taka forystu Í borgarstjórnarkosningunum í vor stendur valið milli þess að bíða af sér kreppuna, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér, eða beita afli borgarinnar til að vinna sig út úr henni eins hratt og kostur er, einsog hugmyndir Samfylkingarinnar ganga út á. Við teljum eindregið að Reykjavík eigi að taka sér forystuhlutverk á krepputímum. Sú forysta á að snúast um þrennt: tryggja atvinnu, tryggja öryggi og kveikja von um betra samfélag. Þetta þrennt er reyndar nátengt: Atvinna skapar öryggi sem skapar von. Ef við sköpum ekki atvinnu þá dregur úr öryggi og vonin dvínar - og andstæðan verður jafnvel ofan á: óöryggi og vonleysi. Skoðun 12. maí 2010 09:39
Jón Gnarr: Konur Það er gott að hlæja. Maðurinn er eina dýrategundin á jörðinni sem hefur húmor. Simpansar hafa reyndar vott af húmor en hann er á frekar lágu plani; svokallaður kúk og piss húmor. Dýrin eru einfaldlega ekki nógu gáfuð til að hafa húmor. Þau hafa ekki tímaskyn og geta ekki hugsað abstrakt. Íslenska orðið yfir húmor er enda “kímnigáfa.” Skoðun 8. maí 2010 06:00
Kæri Reykvíkingur Ég stofnaði Besta flokkinn vegna þess að ég var orðinn leiður á hegðun og framkomu stjórnmálamanna í borginni og langaði að gera athugasemd sem mark væri tekið á. Mig langaði að stríða þessu fólki, með því að draga upp afskræmda spegilmynd af því sjálfu. Ég var fyrir löngu orðinn þreyttur á að horfa uppá borgina mína drabbast niður af vanrækslu og skipulagsleysi. Ég var orðinn þreyttur á innantómum vaðli stjórnmálamanna, loforðum þeirra, valdabaráttu, yfirborðsmennsku og hroka. Þess vegna byrjaði ég á þessu og fékk til liðs við mig fólk sem ég þekki og treysti og vissi að var sammála mér. Viðbrögð kjósenda hafa svo sýnt okkur að við erum ekki ein um þessa skoðun. Fólk er bara búið að fá nóg. Sá mikli stuðningur sem framboðið hefur fengið kom mér töluvert á óvart og mér finnst það því skilda mín að útskýra mál mitt betur fyrir fólki og lýsa því yfir að ef það er vilji kjósenda þá erum við til í að gera okkar besta. Skoðun 1. maí 2010 20:18
Hjálmar Sveinsson: Fákeppnin er skipulagsmál Kostir verslunarmiðstöðva eru miklir, það sést best af vinsældum þeirra. Í þeim er hægt að kaupa næstum allt í einni ferð og ef þær eru reistar í útjaðri byggðanna er hægt bjóða verslunareigendum mun ódýrara húsnæði en tíðkast við hefðbundnar verslunargötur. Þegar þar við bætist að verslunarmiðstöðvar bjóða upp á nær ótakmörkuð, "ókeypis bílastæði" verða þær ómótstæðilegar. Þrátt fyrir það hafa undanfarin 10 til 20 ár verið skýr merki um að blómatími þeirra sé liðinn í sjálfu upprunalandinu, Bandaríkjunum. Þar er þeim lokað í nokkuð stórum stíl. Það er merkileg þróun og afar myndræn eins og sjá má á mögnuðum vef tileinkuðum dauðum mollum: deadmalls.com. Skoðun 30. apríl 2010 09:28
Sigurjón Þórðarson: Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Skoðun 28. apríl 2010 06:00
Dagur B. Eggertsson: Atvinnumál í Reykjavík og aðgerðir gegn atvinnuleysi Baráttan fyrir fullri atvinnu er hornsteinn jafnaðarstefnunnar og forgangsmál við núverandi aðstæður. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf er alls staðar undirstaða velferðar og því lítur Samfylkingin á það sem eitt mikilvægasta hlutverk borgarinnar að efla og styrkja atvinnulífið í borginni. Avinnuleysi er þjóðarböl og hvert prósentustig í atvinnuleysi kostar borgarsjóð milljarð króna á ári. Skoðun 27. apríl 2010 09:02
Pawel Bartoszek: Róló burt? Í þriggja mínútna göngufjarlægð við heimili mitt eru að minnsta kosti þrír rólóvellir, opnir almenningi. Sé gengið í fimm mínútur er hægt að velja um sjö ólíka leikvelli. Það er vissulega kærkomið fyrir okkur feðga að geta valið um svo marga staði til að róla okkur á, en því miður er raunin sú að í níu af tíu tilfellum erum við einu gestir þessara ágætu leiksvæða. Sem er fínt ef menn eru félagslega bældir en verra ef menn líta á samskipti við annað fólk jákvæðum augum. Fastir pennar 23. apríl 2010 06:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir: Akstur í boði SORPU Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. Skoðun 12. apríl 2010 06:00
Pawel Bartoszek: Tómir stólar Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Skoðun 12. apríl 2010 06:00
Nafnleynd, peningar, stjórnmál Reikningar, sem Sjálfstæðisflokkurinn birti tilneyddur í byrjun vikunnar með upplýsingar um styrki til flokksins árin 2002 til 2006, sýna að tveir lögaðilar skera sig úr í rausnarskapnum: FL Group styrkti flokkinn um 30 milljónir en Landsbankinn um 44 milljónir. Þetta eru langhæstu tölur sem sést hafa um styrki einstakra lögaðila til íslensks stjórnmálaflokks. Samkvæmt tölunum sem birtar voru hefur Sjálfstæðisflokkurinn fengið 285 milljónir á þessum árum. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Margir sem styrktu flokkinn um milljónir óska nafnleyndar . Þarna eru engar tölur um styrki til landsfélaga eða aðildarfélaga flokksins. Ekki tölur um styrki til einstakra frambjóðenda. Skoðun 24. mars 2010 23:13
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun