Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. Innlent 14. febrúar 2025 11:18
Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis. Skoðun 14. febrúar 2025 09:02
Rúmur helmingur vill að styrkirnir verði endurgreiddir Rétt rúmur helmingur landsmanna er á þeirri skoðun að stjórnmálaflokkar ættu að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu úr ríkisjóði á meðan þeir uppfylltu ekki skilyrði til að fá umrædda styrki. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. Innlent 14. febrúar 2025 08:36
Ég stend með kennurum Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna. Skoðun 14. febrúar 2025 08:00
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. Innlent 13. febrúar 2025 22:59
Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Sameyki tilkynnti í dag um val sitt á stofnunum ársins. Þrjár stofnanir voru valdar hjá borg og bæjum. Það eru Félagsmiðstöðin Sigyn, Leikskólinn Lyngheimar og Hitt húsið. Hjá ríki voru einnig þrjár stofnanir valdar sem stofnanir ársins. Það eru Kvikmyndasafn Íslands, Þjóðskrá Íslands og Fjölbrautarskóli Suðurnesja. Þá fékk Heilsustofnun NLFÍ einnig verðlaun sem stofnun ársins í flokki sjálfseignarstofnana og fyrirtækja. Viðskipti innlent 13. febrúar 2025 20:16
Þora ekki í skólann Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann. Skoðun 13. febrúar 2025 20:02
Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Hildi H. Dungal í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála. Innlent 13. febrúar 2025 18:39
„Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. Innlent 13. febrúar 2025 17:23
Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Ólafur Reynir Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar. Ólafur Reynir starfaði sem lögfræðingur hjá Ferðamálastofu frá árinu 2018 og þar áður hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2011. Innlent 13. febrúar 2025 17:20
Blár hvalur í kveðjugjöf Þótt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi verið allt annað en sáttur við vinnubrögð Samfylkingarinnar í þingflokksherbergjamálinu, ef svo mætti kalla, þá skildi flokkurinn eftir innflutningsgjöf fyrir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokk hennar. Lífið 13. febrúar 2025 17:13
Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema sérréttindi sem opinberir starfsmenn hafa notið þegar þingfararkaup þingmanna er annars vegar. Innlent 13. febrúar 2025 16:12
Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum. Skoðun 13. febrúar 2025 15:01
Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun missa umtalað þingflokksherbergi sitt til Samfylkingarinnar. Þetta er ákvörðun forsætisnefndar Alþingis. Áður hafði verið greint frá því að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefði úrskurðað að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda herberginu. Innlent 13. febrúar 2025 14:33
Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður „Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu,“ sagði í fyrirsögn Vísis um framboðsfund Guðrúnar Hafsteinsdóttur sem yfir 500 manns sóttu síðasta laugardag. Skoðun 13. febrúar 2025 14:08
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. Viðskipti innlent 13. febrúar 2025 14:07
Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Kristín Ólafsdóttir fréttmaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Innlent 13. febrúar 2025 14:05
Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Formlegar meirihlutaviðræður í borginni verða undirlagðar vinnu næstu daga samkvæmt oddvita Vinstri grænna. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun milli flokkanna í mörgum málum. Það sé hins vegar vel hægt að gera samning um meginatriði og bíða með ágreiningsmál fyrir næstu kosningar. Innlent 13. febrúar 2025 13:01
Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 13. febrúar 2025 12:01
„Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það hættulegt fordæmi að stjórnmálaflokkar, sem ekki uppfylltu skilyrði til að fá styrki úr ríkissjóði síðustu þrjú ár, skuli ekki þurfa að endurgreiða styrkina. Það sama eigi að gilda um Jón og séra Jón. Innlent 13. febrúar 2025 12:01
Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Skoðun 13. febrúar 2025 11:32
Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Sigrún Einarsdóttir, verkefna- og viðburðarstjóri hjá Samfylkingunni, hefur tekið að sér að aðstoða oddvita flokkanna fimm sem standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg. Innlent 13. febrúar 2025 11:17
Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Skoðun 13. febrúar 2025 10:00
Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu. Skoðun 13. febrúar 2025 09:01
„Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Sjálfstæðismaður til áratuga lýsir hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi í gær. Barist er um sæti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á hverjum slíkum fundi og komast færri að en vilja nú þegar baráttan magnast um nýjan formann. Stuðningsmaður Áslaugar Örnu og borgarfulltrúi segir ekkert nýtt að smalað sé á slíka fundi. Innlent 13. febrúar 2025 08:27
Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn. Lífið 13. febrúar 2025 07:03
Vill auka eftirlit með þungaflutningum Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga. Innlent 13. febrúar 2025 06:02
Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Björn Sigurður Jónsson sauðfjárbóndi hefur þrisvar sinnum á síðustu sjö árum þurft að fara í sjúkraflug og segir það alveg á hreinu að hann væri ekki lengur á lífi væri Reykjavíkurflugvöllur lengra frá spítalanum. Björn liggur inni á Landspítalanum eins og stendur vegna veikinda eftir að hafa verið flogið í skyndi til Svíþjóðar í bráðaaðgerð fyrr á árinu. Björn skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær um málið sem hefur vakið mikla athygli. Innlent 12. febrúar 2025 22:56
Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. Innlent 12. febrúar 2025 21:45
Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. Innlent 12. febrúar 2025 19:21