Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 87-84 | Njarðvík marði fyrsta sigurinn Njarðvík og Grindavík mættust fyrr í kvöld í fyrsta leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni. Heimamenn náðu mest tuttugu stiga forystu í leiknum en Grindavík gerði áhlaup í fjórða leikhluta og endaði leikurinn með naumum sigri Njarðvíkur 87-84. Körfubolti 4. apríl 2023 23:48
„Vel gert hjá Grindavík“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild karla í körfubolta, var ekki sáttur að öllu leyti, í viðtali við Vísi, eftir nauman sigur hans liðs, 87-84, gegn Grindavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni fyrr í kvöld. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forystu í leiknum en Grindvíkingar náðu að gera leikinn spennandi í lokin. Körfubolti 4. apríl 2023 23:02
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 89-94 | Stjarnan kippti meisturunum niður á jörðina Stjarnan sem tók síðasta farseðilinn í úrslitakeppnina vann Val afar óvænt í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum. Leikurinn var æsispennandi en Stjarnan var sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og kláraði Val á vítalínunni. Leikurinn endaði með fimm stiga sigri 89-94. Körfubolti 4. apríl 2023 21:30
Arnar óskar eftir Silfurskeiðinni: Verðum að fá meiri stuðning á föstudaginn langa Stjarnan vann Val afar óvænt í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum í Origo-höllinni. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn en sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik. Sport 4. apríl 2023 20:30
Nýtt rapplag fyrir Njarðvík og bolir til heiðurs goðsögn félagsins Njarðvíkingar ætla sér stóra hluti í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta sem hefst í kvöld. Þeir geta hlustað á nýtt Njarðvíkurlag til að koma sér í gírinn og sérstakir bolir til heiðurs Loga Gunnarssyni eru einnig komnir í umferð. Körfubolti 4. apríl 2023 16:00
Vill að dómarinn sjái sóma sinn í að viðurkenna mistök sín Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, mun taka út leikbann gegn Tindastóli í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta eftir umdeild atvik. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur óskar eftir að dómarar sjái sóma sinn í því að viðurkenna sín mistök. Körfubolti 3. apríl 2023 20:00
Harma mikla blóðtöku fyrir Keflavík: „Dómarinn ætti bara að skammast sín“ „Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku. Körfubolti 3. apríl 2023 10:31
Bestu tilþrif tímabilsins: „Íþróttamennskan er komin á eitthvað allt annað stig“ Körfuboltakvöld var á sínum stað í gærkvöldi eftir að lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta fór fram á föstudagskvöld. Í þættinum var meðal annars farið yfir tíu bestu tilþrif tímabilsins. Körfubolti 2. apríl 2023 23:30
Svona lítur úrslitakeppni Subway-deildarinnar út Deildarkeppni Subway-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Körfubolti 31. mars 2023 06:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 111-59 | Grindvíkingar sáu aldrei til sólar og Þór rændi 6. sætinu Þór og Grindavík mættust í Þorlákshöfn í kvöld þar sem 6. sætið í Subway-deild karla var undir. Það var þó ekki að sjá á leik Grindvíkinga að þessi leikur væri þeim mikilvægur, en þeir sáu hreinlega aldrei til sólar, lokatölur 111-59 heimamönnum í vil. Körfubolti 30. mars 2023 23:28
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 105-97 | Veik úrslitakeppnisvon Blika varð að engu Haukar fengu Breiðablik í heimsókn í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta nú í kvöld. Lokatölur 105-97 fyrir heimamenn sem tryggðu sér þriðja sætið í deildinni með sigrinum. Körfubolti 30. mars 2023 22:48
Umfjöllun: Höttur - ÍR 79-80 | Fallnir ÍR-ingar gerðu út um úrslitakeppnisvonir Hattar Nýliðar Hattar þurftu að sætta sig við eins stigs tap gegn föllnum ÍR-ingum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-80, en sigur hefði komið Hattarmönnum í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni. Körfubolti 30. mars 2023 22:47
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 79-82 | Keflvíkingar misstu 3. sætið Grannarnir og erkifjendurnir Keflavík og Njarðvík áttust við í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn olli engum vonbrigðum og gestirnir frá Njarðvík unnu að lokum nauman þriggja stiga sigur, 79-82, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Körfubolti 30. mars 2023 22:46
„Varnarleikurinn er orðinn okkar haldreipi“ Lárus Jónsson þjálfari Þórsara í Subway-deild karla sagði að ákafur varnarleikur hans manna hefði lagt grunninn að gríðarstórum sigri þeirra á Grindavík í kvöld. Körfubolti 30. mars 2023 22:45
Hlynur Bæringsson: Það verður enginn betri en ég 41 árs Stjarnan vann KR í Frostaskjólinu í kvöld 100-118 í Subway-deild karla í körfubolta. Hlynur Bæringsson, skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og spilaði 17 mínútur þegar Garðbæingar komust í úrslitakeppnina á kostnað Hattar sem tapaði á móti föllnu liði ÍR. Körfubolti 30. mars 2023 22:26
„Myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína“ Taiwo Hassan Badmus átti frábæran leik þegar Tindastóll vann stórsigur á deildarmeisturum Vals í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn skipti engu máli upp á töfluna að gera en þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Stólunum samt sem áður. Körfubolti 30. mars 2023 22:12
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. Körfubolti 30. mars 2023 22:07
„Sögðumst ætla að ná topp fjórum og enduðum í þriðja sætinu“ „Ég upplifi þetta eins og við séum á kosningavöku, þar sem einhverjar tölur eru að fara að detta inn.“ Sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, þegar hann mætti í viðtal eftir flottan sigur sinna manna gegn Breiðablik nú í kvöld. Lokamínútan í grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur var í gangi en sigur Njarðvíkur tryggði Haukum þriðja sætið í deildinni. Körfubolti 30. mars 2023 21:52
Logi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið: Ekki leiðinlegt að enda deildarkeppnina svona Njarðvík vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á Keflavík 79-82. Logi Gunnarsson var ánægður með sigurinn og tilkynnti að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Sport 30. mars 2023 21:35
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 100-118 | Garðbæingar laumuðu sér í úrslitakeppnina Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 18 stiga sigur er liðið heimsótti fallna KR-inga í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 100-118. Á sama tíma vann hitt fallna lið deildarinnar, ÍR, eins stigs sigur gegn Hetti og Stjarnan er því á leið í úrslitakeppnina. Körfubolti 30. mars 2023 21:00
Dóttir Loga Gunnars að spila í meistaraflokki á sama tíma og hann Logi Gunnarsson er enn að spila í efstu deild þátt að hann sé á 42. aldursári. Það þýðir að fjölskyldan náði merkilegum tímamótum í þessari viku. Körfubolti 30. mars 2023 15:31
Lokaumferð Subway: Sætin sem liðin geta endað í eftir kvöldið Tuttugasta og önnur umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld og þótt að það sé ljóst hverjir vinna deildina og hverjir falla úr deildinni þá er enn barist um mikilvæg sæti í lokaumferðinni. Körfubolti 30. mars 2023 09:00
Valsmenn gengu út af þingi: „Miklar líkur á að við förum illa með þetta frelsi“ „Það eru rosalega miklar líkur á því að við [í körfuknattleikshreyfingunni] förum illa með þetta frelsi,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Vals, um nýsamþykktar breytingar á reglum um erlenda leikmenn í íslenskum körfubolta. Körfubolti 28. mars 2023 11:31
Valsmenn framlengja við einn besta leikmann Subway deildarinnar Kári Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val um tvö ár en hann er á sínu öðru ári með félaginu. Körfubolti 27. mars 2023 09:14
Utan vallar: „This is the Icelandic league“ Íslenskir leikmenn gætu verið í útrýmingahættu í Subway deildunum í körfubolta eftir ákvarðanir ársþings Körfuboltasambands Íslands um helgina. Körfubolti 27. mars 2023 08:30
„Eru rjóminn af Íslendingunum“ Frábær samvinna Kára Jónssonar og Kristófers Acox var til umræðu í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Körfubolti 27. mars 2023 07:01
„Bera leikmenn enga ábyrgð í Keflavík?“ Slæmt gengi Keflavíkur var til umræðu í Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld þar sem næstsíðasta umferð Subway deildarinnar var gerð upp. Körfubolti 26. mars 2023 23:01
Subway Körfuboltakvöld: Þrenna Óla Óla Ólafur Ólafsson náði þrefaldri tvennu í sigri Grindavíkur gegn Haukum í Subway-deildinni á fimmtudag. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Ólafs í þætti vikunnar. Körfubolti 26. mars 2023 12:45
Framlengingin: Njarðvíkingar eru of gamlir til að keppa um þann stóra Næstsíðasta umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik lauk í gær og Hörður Unnsteinsson, Örvar Þór Kristjánsson og Brynjar Þór Björnsson fóru yfir alla leikina í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gærkvöldi. Körfubolti 25. mars 2023 23:32
Frjálst flæði evrópskra leikmanna eftir samþykkta breytingatillögu Breytingatillaga um erlenda leikmenn var samþykkt á ársþingi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Frá og með næsta tímabili mega lið hafa frjálst flæði leikmanna frá löndum innan EES inni á vellinum. Körfubolti 25. mars 2023 18:06