„Skrýtið að vera kominn aftur inn í íþróttahús í þeim tilgangi að taka þátt í körfuboltaleik“ Pavel Ermolinskij stýrir liði Tindastóls í fyrsta skipti á sínum þjálfaraferli er liðið sækir ÍR-inga heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann segist spenntur fyrir sínum fyrsta leik sem þjálfari, en viðurkennir að það hafi verið skrýtið að mæta inn í klefa hjá liðinu sem hann vann í úrslitaeinvígi síðasta vor. Körfubolti 19. janúar 2023 19:03
KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga. Körfubolti 19. janúar 2023 16:31
Stærsti áfanginn sem er í boði á Íslandi Pavel Ermolinskij segist alltaf hafa litið á Tindastól sem sinn helsta andstæðing á körfuboltavellinum, á sama tíma og hann hafi borið ómælda virðingu fyrir liðinu. Nú er hann fluttur í Skagafjörð og orðinn þjálfari í Síkinu þar sem alla dreymir um eitt og aðeins eitt; fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Það takmark er hið stærsta sem í boði er í íslensku íþróttalífi að mati Pavels. Körfubolti 19. janúar 2023 08:01
Tómas undir hnífinn eftir tveggja ára glímu við meiðsli Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson verður ekki með Stjörnunni næstu sex vikurnar hið minnsta en hann fór í aðgerð á báðum fótum eftir tapið gegn Val í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Körfubolti 18. janúar 2023 15:01
Pavel nýr þjálfari Tindastóls Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Körfubolti 14. janúar 2023 11:21
Semple áfram í botnbaráttunni Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur. Körfubolti 13. janúar 2023 22:31
Framlengingin: Núll prósent líkur að KR haldi sér uppi Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru um víðan völl eins og svo oft áður í Framlengingunni í seinasta þætti. Meðal þess sem þeir ræddu voru líkurnar á því að KR haldi sæti sínu í Subway-deildinni. Körfubolti 10. janúar 2023 23:31
Höttur gefur út sérstakt bikarlag fyrir heimsókn í Höllina: Bikarinn á nýjan stað Höttur skrifar söguna í þessari viku þegar karlalið félagsins spilar bikarleik í Laugardalshöllinni. Körfubolti 10. janúar 2023 15:01
Körfuboltakvöld: „Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun“ Teitur Örlygsson og Jón Eðvarð Halldórsson eru ekki hrifnir af því að Dagur Kár Jónsson hafi ákveðið að skipta út sökkvandi skipi KR fyrir Stjörnuna í Subway deild karla. Þeir viðruðu skoðun sína í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Körfubolti 9. janúar 2023 21:31
Darri Freyr segist ekki hafa heyrt frá Tindastóli Darri Freyr Atlason er efstur á blaði Tindastóls sem leitar nýs þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta. Darri kveðst þó ekki hafa hafið viðræður við Stólana. Körfubolti 9. janúar 2023 19:01
Vladimir Anzulovic látinn fara frá Tindastól Körfuknattleiksdeild Tindastóls Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Körfubolti 8. janúar 2023 22:11
Tilþrifin: „Gummi greyið springur náttúrulega bara úr hlátri“ Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds fóru yfir bestu tilþrif 12. umferðar í seinasta þætti. Körfubolti 8. janúar 2023 07:01
„Skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar“ Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks Stjörnunnar og Vals síðastliðinn fimmtudag þar sem Stjörnunni tókst að fá hann á lán bæði í deild og bikar. Gilbert mun allt í allt gera fjögur félagsskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna. Körfubolti 7. janúar 2023 23:00
Körfuboltakvöld: Bræðurnir frá Þorlákshöfn unnu vel saman Frammistaða bræðranna Styrmis Snæs og Tómasar Vals Þrastarsonar var til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru heillaðir af spilamennsku þeirra. Körfubolti 7. janúar 2023 10:48
„Vonandi sjáum við öll að okkur í þessu máli“ Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, körfuboltadómari, lagði flautuna á hilluna í síðasta mánuði. Ástæðan er svívirðingar, dónaskapur og persónuníð. Formaður dómaranefndar KKÍ, Jón Bender, segir starfsumhverfið óboðlegt og undanskilur ekki yngri flokka. Körfubolti 7. janúar 2023 09:01
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 75-84 | Keflvíkingar sterkari í síaðri hálfleik Keflavík vann sterkan níu stiga sigur er liðið heimsótti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-84, en eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik reyndust gestirnir sterkari eftir hlé. Körfubolti 6. janúar 2023 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór Þ. 113-137 | Þórsurum héldu engin bönd í Smáranum Þór Þorlákshöfn lék á als oddi þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í 12. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 113-137 Þór í vil. Körfubolti 6. janúar 2023 21:03
KR-ingar fá enn einn erlenda leikmanninn Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Bandaríkjamanninn Antonio Williams um að leika með liðinu út yfirstandandi leiktíð í Subway-deild karla. Körfubolti 6. janúar 2023 18:32
Þrumuræða Darra um Dag Kár: Dagur gafst upp á liðinu Darri Freyr Atlason mætti í Subway Tilþrifin í gærkvöldi og fór yfir mál Dags Kár Jónssonar sem yfirgaf félagið um áramótin og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Körfubolti 6. janúar 2023 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-ÍR 103-74 | Breiðhyltingar sóttu ekki gull í greipar Njarðvíkinga Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 103-74. Körfubolti 5. janúar 2023 23:44
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 76-80 | Valsmenn höfðu betur í framlengdum leik Valur vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið sótti Stjörnuna heim í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 76-80, en grípa þurfti til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Körfubolti 5. janúar 2023 23:40
„Er mættur til að vinna bikarinn“ Stjarnan tapaði gegn Val eftir framlengdan leik 76-80. Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks en hann fór á lán til Stjörnunnar frá Hrunamönnum en mun leika með Hrunamönnum annað kvöld. Sport 5. janúar 2023 23:20
Eru að prísa sig sem einhverja atvinnumannadeild en fréttir síðustu daga hafi kannski offað það aðeins Það virtist ekki bjart yfir Ísak Mána Wium, þjálfara liðs ÍR í Subway deild karla í körfubolta, eftir að hans lið beið ósigur, í Ljónagryfjunni, fyrir Njarðvík með tuttugu og níu stiga mun, 103-74, fyrr í kvöld. Körfubolti 5. janúar 2023 22:43
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 83-97 | Haukar skutu Hött í kaf Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Hetti, 83-97 þegar liðin mættust á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Aðeins eitt skot geigaði hjá Hafnfirðingum fyrstu sjö mínútur leiksins og þar með var tónninn gefinn. Körfubolti 5. janúar 2023 22:20
Maté: Allt fór ofan í, sama hver skaut Maté Dalmay, þjálfari Hauka, viðurkenndi eftir 83-97 sigur á Hetti í úrvalsdeild karla að leikmenn liðsins hefðu glímt við ýmis vandamál í aðdraganda leiksins. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og liðið geigaði aðeins á einu skoti fyrstu sjö mínúturnar. Körfubolti 5. janúar 2023 21:59
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar mörðu KR á seiglunni suður með sjó Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. Körfubolti 5. janúar 2023 21:35
„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“ KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta. Körfubolti 5. janúar 2023 20:57
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Körfubolti 5. janúar 2023 18:00
Mun skipta um lið fjórum sinnum á rúmri viku Ahmad Gilbert hefur fengið félagsskipti til Stjörnunnar frá Hrunamönnum og mun leika með Garðbæingum er þeir mæta Val í Subway-deild karla í kvöld. Hann mun hins vegar spila fyrir Hrunamenn annað kvöld. Körfubolti 5. janúar 2023 15:00
Milka í mestum plús af öllum leikmönnum í deildinni Keflvíkingurinn Dominykas Milka er efstur í plús og mínus í Subway deild karla í körfubolta þegar deildarkeppnin er hálfnuð. Körfubolti 5. janúar 2023 14:00