Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Þrjár í fram­boði for­manns Fíh

Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðin til Sam­fylkingarinnar

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata sem skipti síðar yfir í Samfylkinguna, hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Rafn til Rauða krossins

Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku. Gísli Rafn var þingmaður fyrir Pírata en náði ekki inn á þing, eins og aðrir þingmenn Pírata, í síðustu alþingiskosningum. Hann sat fyrir hönd Pírata í utanríkismála- og þróunarsamvinnunefnd á meðan hann sat á þingi frá 2021 til 2024. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sögu­leg skipun Agnesar

E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna.

Innlent
Fréttamynd

Ari nýr tækni­stjóri

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems hefur gengið frá ráðningu Ara Guðfinnssonar í starf tæknistjóra til að leiða nýtt tæknisvið innan fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af þingi í skóla­mál á Austur­landi

Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. 

Innlent