Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.

Vísa um­mælum á bug og telja upp að­gerðir

Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða.

Fjársöfnunin á borð lög­reglu í enn eitt skiptið

Ríkissaksóknari hefur öðru sinni skipað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að hefja rannsókn á Maríu Lilju Þrastardóttur og Semu Erlu Serdar vegna fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa. Lögmaður Maríu Lilju segir óskandi að ríkissaksóknari eyddi svo miklu púðri í öll mál. Sema Erla segir spillta valdaklíku vilja sjá þeim refsað vegna andstöðu við björgunaraðgerðir þeirra. 

Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið

Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu.

Nokkur hinna hand­teknu tengjast tál­beitu­hópum

Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot.

Níu af þrettán styrkjum fara í kjör­dæmi ráð­herra

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans.

Við­skipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn

Tilkynnt var um viðskipti með 22,5 milljón hluti í Sýn á genginu 22,4 krónur við opnun Kauphallar í morgun. Viðskiptin eru upp á rúmar 500 milljónir króna sem svarar til um níu prósenta hlutar í félaginu.

Heið­rún Lind í stjórn Sýnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti.

Sjá meira