Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Birkir Jakob Jónsson er genginn til liðs við Bestu deildar lið Vals. Hann hefur verið á mála hjá ítalska stórliðinu Atalanta síðan árið 2021 en hefur fest sig til næstu fjögurra ára á Hlíðarenda. 17.2.2025 18:59
Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers. 17.2.2025 18:46
Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, kallaði eftir því í viðtali eftir síðasta leik að íslensku leikmenn liðsins myndu stíga meira upp. Körfuboltakvöld ræddi ummælin og velti fyrir sér vandamálum Þórs, sem er í tíunda sæti deildarinnar eins og er. 17.2.2025 18:01
„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. 15.2.2025 19:14
Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Haukar unnu öruggan átta marka sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í fyrri leik liðanna í einvígi í sextán úrslitum EHF-bikarsins í handbolta karla. Lokatölur á Ásvöllum 31-23. Seinni leikur fer svo fram úti í Slóveníu eftir viku. 15.2.2025 18:30
„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla. 14.2.2025 21:47
Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Njarðvík sótti sterkan sigur í Skógarselið í átjandu umferð Bónus deildar karla. 91-95 varð niðurstaðan gegn ÍR eftir hörkuspennandi leik sem réðst ekki fyrr en á lokamínútunni. Njarðvíkingar styrkja þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar en ÍR-ingar missa af mikilvægum stigum í baráttunni um úrslitakeppnissæti. 14.2.2025 21:00
„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. 13.2.2025 20:59
Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13.2.2025 20:41
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. 13.2.2025 20:00