Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks for­skot“

Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum.

Upp­gjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ó­trú­legar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki

Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

„Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“

Ísak Gústafsson sneri aftur í lið Vals í kvöld, í 33-26 sigri gegn FH. Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla en segir hnéð núna í „toppmálum.“ Einbeiting hans er núna öll á toppbaráttunni sem Valur er í, þó skiptin til Danmerkur í sumar séu spennandi.

Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir ó­vænt and­lát

Írski hne­fa­leikamaður­inn John Coo­ney lést á laugardag eftir áverka sem hann hlaut í bardaga gegn Nathan Howell í Belfast um þarsíðustu helgi. Mikil sorg er umlykjandi í hnefaleikasamfélaginu og samúðarkveðjur berast úr öllum áttum. 

Lög­reglan rann­sakar söngva um stunguárás

Í heimsókn sinni til Leeds í gær sungu sumir stuðningsmenn Millwall söngva sem gerðu grín að stunguárás sem átti sér stað fyrir tuttugu og fimm árum. Félögin vinna nú saman með lögreglu við að hafa uppi á stuðningsmönnunum og refsa þeim með viðeigandi hætti.

Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar

Arne Slot gerði tíu breytingar á liði Liverpool fyrir FA bikarleikinn sem tapaðist 1-0 gegn B-deildarliði Plymouth Argyle fyrr í dag. Hann sér ekki eftir því og segist ekki viss um að annars hefði leikurinn unnist.

Sjá meira