Dagskráin í dag: Chiefs stefna á þriðju Ofurskálina í röð Gleðilegan Super Bowl sunnudag, úrslitaleikurinn um Ofurskálina fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu, ásamt veglegri upphitun, úr besta sætinu. Einnig má finna þrjá bikarleiki í fótbolta, tvö golfmót og einn NBA leik á dagskránni í dag. 9.2.2025 06:01
Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. 8.2.2025 23:32
Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brasilíski vængmaðurinn Antony skoraði í öðrum leik sínum fyrir Real Betis í dag og hefur þar með skorað jafn mörg mörk og hann gerði í sautján leikjum fyrir Manchester United á tímabilinu. 8.2.2025 22:30
Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Brighton er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Chelsea. Franski framherjinn Georginio Rutter kom að báðum mörkum heimamanna, sem lentu snemma undir. 8.2.2025 22:00
Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Þýska úrvalsdeildin í handbolta er hafin aftur eftir hlé vegna heimsmeistaramótsins. Þrír leikir fóru fram í dag og Íslendingar tóku þátt í þeim öllum. 8.2.2025 21:20
Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Hákon Arnar Haraldsson kom boltanum í netið fyrir Lille en markið fékk ekki að standa. Leiknum lauk með 1-2 sigri Le Havre, sem var fyrir leik í neðsta sæti deildarinnar. 8.2.2025 20:09
Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Newcastle komst áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins með 2-3 sigri gegn Birmingham City. Willum Þór Willumsson spilaði síðasta hálftímann fyrir heimamenn en Alfons Sampsted kom ekki við sögu. 8.2.2025 20:00
Hrannar með þrennu gegn Þór Sex leikir fóru fram síðdegis í Lengjubikarskeppnum karla og kvenna. 8.2.2025 18:34
Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Tveir leikir í Lengjubikar karla voru sýndir á Stöð 2 Sport í dag. Mörkin úr þeim má finna hér fyrir neðan. Fjögur mörk voru skoruð á Akranesi og fimm í Garðabænum. 8.2.2025 18:04
Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sex leikir fóru fram síðdegis í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, FA bikarsins á Englandi. Útkljá þurfti tvær viðureignir með vítaspyrnukeppni. 8.2.2025 17:50