Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. 14.2.2025 07:31
Arsenal staðfestir slæm tíðindi Kai Havertz, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsli sem hann varð fyrir í æfingaferð með liðinu í Dúbaí á dögunum. Hann verður frá út yfirstandandi tímabil. 13.2.2025 16:24
Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Hægri bakvörðurinn Þorri Mar Þórisson er orðinn leikmaður Bestu deildar liðs Stjörnunnar og gengur til liðs við félagið frá sænska liðinu Öster. 13.2.2025 15:28
Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ Sigurður Ingimundarson er mættur aftur í brúnna hjá karlaliði Keflavíkur og fær það verðuga verkefni að snúa gengi liðsins í Bónus deildinni við. Fyrsti leikur hans með liðið er í kvöld gegn Haukum. Þar mætast stálin stinn, Sigurður Ingimundarson og Friðrik Ingi Rúnarsson. 13.2.2025 12:32
Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Breski söngvarinn Rod Stewart sló heldur betur í gegn í beinum útsendingum TNT Sport og CBS frá leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Þar viðurkenndi Stewart að hann væri búinn að fá sér nokkra. 13.2.2025 10:31
Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13.2.2025 09:00
Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports segir að fari svo að Liverpool vinni útisigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld muni það svo gott sem slökkva í titilvonum Arsenal. 12.2.2025 13:01
Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ „Við erum Grindvíkingar og eigum að spila heima,“ segir formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu í ár. Félagið hefur skráð Stakkavíkurvöll í Grindavík sem heimavöll sinn fyrir komandi tímabil. 12.2.2025 09:32
Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku. 11.2.2025 10:32
Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana. 11.2.2025 09:30