NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. 5.3.2025 11:28
Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Hinn 19 ára gamli Ísak Steinsson, markvörður Drammen í Noregi, gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í komandi verkefni liðsins í undankeppni EM og þar með fetað í fótspor afa síns sem hann hafði aldrei tækifæri á að kynnast. 5.3.2025 07:33
Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Toto Wolff, liðsstjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, gaf sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton loforð þess efnis að hann myndi ekki reyna að fá Max Verstappen til liðs við Mercedes frá Red Bull Racing á meðan að Bretinn væri ökumaður liðsins. 4.3.2025 11:02
„Eins manns dauði er annars brauð“ Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. 4.3.2025 09:30
„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. 4.3.2025 07:32
„Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Rætt var um fjarveru Greg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs, í þættinum Lögmál leiksins sem er á dagskrá Stöðvar 2 sport í kvöld. 3.3.2025 16:32
Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu í körfubolta sem liðsfélagar en vinátta þeirra nær út fyrir körfuboltavöllinn. 3.3.2025 09:30
„Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Eftir afar sigursælan tíma með norska kvennalandsliðinu í handbolta gefur Þórir Hergeirsson sér nú árið til þess að sjá hvort þjálfunin kalli enn á hann. Áhuginn á hans kröftum er sem fyrr mikill. 1.3.2025 08:02
Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ „Mér finnst hún alveg út í hött,“ segir Íslandsmethafi í langstökki, Daníel Ingi Egilsson, um hugmynd sem hefur verið viðruð af Alþjóða frjálsíþróttasambandinu sem myndi valda töluverðum breytingum á greininni. Daníel segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu sjálfu. 27.2.2025 09:04
Allt annað en sáttur með Frey Jørgen Isnes, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Strømsgodset, er ekki ánægður með yfirlýsingar Freys Alexanderssonar, þjálfara Brann sem vill ólmur fá íslenska landsliðsmanninn Loga Tómasson frá Strømsgodset. 26.2.2025 10:09