Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mér finnst þetta ekki vera hæga­gangur“

Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum.

Sam­runinn geti skilað auknum sparnaði til neyt­enda

Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart.

Bankarnir byrji í brekku

Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum.

Ólík­legt að Katrín verði borgar­stjóri

Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. 

Blöskraði fundar­stjórn dyggra stuðnings­manna Guð­rúnar

Færri komust að en vildu þegar Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fundaði í Valhöll í dag til að samþykkja lista með fulltrúum félagsins á komandi landsfundi. Listi stjórnar var samþykktur en formaður samtakanna er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Einum fundargesti blöskraði fundarstjórnin í Valhöll.

Skoða hvort megi taka betur á móti til­kynningum

Forstjóri Matvælastofnunar segir það þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún segir það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt. 

„Þetta er bein­línis hryllingur“

Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu.

Undanþágubeiðninni ekki hafnað

Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt. 

Sjá meira