Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 11:53 Frá afhendingunni í dag. Play Europe, dótturfélag Fly Play hf., fékk í morgun afhent flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Félagið mun leigja út þrjár vélar til austur-evrópsks flugfélags. Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Félagið var stofnað í október síðastliðnum og er hluti af endurskipulagningu á rekstri Play. Þá mun Play nú einbeita sér meira að beinum flugferðum til sólarlandaáfangastaða frá Íslandi. Tíu þotur eru í flota Play og munu þrjár þeirra vera leigðar út á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Vélarnar munu sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play. „Með öðrum orðum verður ekki flogið á þeim til og frá Íslandi heldur frá borgum á meginlandi Evrópu. Flugmenn og yfirflugliðar verða starfsmenn Play Europe og verða ráðnir og staðsettir í því landi sem leigutakinn flýgur frá. Fly Play hf. verður áfram íslenskt lágfargjaldaflugélag með meirihluta af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ segir í tilkynningu frá Play. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir þetta mikilvægt skref fyrir félagið. „Við höfum áður greint frá því að við hyggjumst draga aðeins úr umsvifum okkar á Íslandi og höfum því tekið ákvörðun um að flytja fáeinar vélar úr okkar flota og fljúga þeim fyrir aðra flugrekendur. Það verður best gert með því að gera það á öðru flugrekstrarleyfi og við völdum Möltu,“ segir Einar. Play hefur flogið reglulega til Norður-Ameríku og Norður-Evrópu en nú verður þeim ferðum fækkað. „En flugferðirnar okkar til Spánar, Kanaríeyja, Króatíu og annarra gómsætra áfangastaða í Suður-Evrópu, þeim hefur ekki fækkað eða tíðnin þangað,“ segir Einar. Dótturfélagið var nýlega gagnrýnt fyrir lág laun flugliða en mánaðarlaun til þeirra verða um 217 þúsund krónur á mánuði. Heimaflugvellir þeirra starfsmanna verða í Póllandi og Moldóvu. „Hvar sem við störfum, munum við bara greiða samkeppnishæf laun miðað við þann stað sem við erum á. Alveg með sama hætti og að við borgum heldur lægri laun á skrifstofunni okkar í Vilníus í Litháen heldur en við gerum á skrifstofunni okkar í Reykjavík. Laun flugliða sem fljúga frá Póllandi, Búlgaríu eða Rúmeníu eða hvaðan sem það er, eru töluvert lægri en á Íslandi. Þetta vita allir. Við förum ekki að borga margfalt hærri laun þar en gengur og gerist. Það væri nú eitthvað óvenjulegt,“ segir Einar.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Malta Mest lesið Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira