Segir aðför Eflingar með ólíkindum Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. 12.10.2024 12:22
Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alla stjórnmálamenn og -flokka ávallt eiga að vera tilbúna í kosningar. Hún vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn í kosningar. 11.10.2024 16:37
Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11.10.2024 15:33
„Þetta er allt komið í einhvern hrærigraut“ Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjanaleyfis fyrir vindorkuver við Búrfell. Oddviti sveitarfélagsins á erfitt með að skilja niðurstöðu nefndarinnar. 11.10.2024 12:06
Misspennt fyrir verkfalli: „Þetta er fínt, meira frí“ Krakkar í Laugalækjaskóla í Reykjavík og Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru misspenntir fyrir yfirvofandi verkfalli kennara við skólana. Sumir óttast að missa of mikið úr á meðan aðrir eru spenntir fyrir smá auka fríi. 10.10.2024 17:19
Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. 10.10.2024 15:47
Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Á síðustu tveimur vikum hafa 58 manns greinst með Marburg-veiru í Rúanda. Af þeim hafa þrettán látið lífið. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn veirunni. 10.10.2024 15:29
Komugjald í brjóstaskimun lækkar gríðarlega Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður. 10.10.2024 11:16
Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 5,4 prósentum í 5,1 prósent milli mánaða í október. Verðbólgan var síðast í 5,1 prósenti í desember árið 2021. 10.10.2024 10:43
Flugstjórinn lést í miðri flugferð Flugvél Turkish Airlines á leið til Istanbúl í Tyrklandi frá Seattle lenti í New York eftir að flugstjórinn lést í háloftunum. 10.10.2024 10:14