Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta var orðið svo­lítið hættu­legt fyrir mig“

„Ég fattaði að fólk gat sagt allt sem það vildi um mig óháð því hvort það væri satt. Það var svolítið sjokk fyrir mig að vita að ég væri orðin svoleiðis manneskja. Ég varð svolítið hrædd að vera búin að hleypa fólki svona nálægt mér,“ segir Sonja Valdín, sem var lengi þekkt sem Sonja Story. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu og er jafnframt í sínu fyrsta viðtali í fjögur ár.

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

„Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“

Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson greindist með krabbamein fyrir akkúrat ári síðan. Það sem átti að vera stutt læknisheimsókn endaði sem fimm vikna innlögn en í dag hefur hann verið í sjúkdómshléi í tæpa tíu mánuði. 

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“

„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Selja á Lauga­vegi og bíða eftir erfingja

Aron Kristinn Jónasson tónlistarmaður og meðlimur danstónlistartvíeykisins ClubDub og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa sett íbúð sína á Laugavegi til sölu.  Ásett verð eru tæpar 54 milljónir og er íbúðin 52,5 fermetrar.

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square

Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Mótsvar til að lifa af and­lega og sökkva ekki í hyl­dýpið

„Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“ segir Lilja Birgisdóttir, ein af stofnendum ilm-og listverslunarinnar Fischersunds. Hún er viðmælandi í nýrri hlaðvarpsseríu í stjórn Haralds „Halla“ Þorleifssonar, Labbtúr.

Ör­yrki um þrí­tugt vegna verkja en lyfja­laus í dag

„Það var ekki fyrr en ég fór að vinna í þessu sjálfur að ég fann hvað skipti máli,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, betur þekktur sem Andri Iceland. Andri, sem var orðinn öryrki rétt yfir þrítugt, ákvað að reyna að taka heilsu sína í eigin hendur eftir áratuga löng heilsufarsvandamál.

Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti

„Ég var í fjarsambandi og var hrædd um að sofna vegna þeirrar yfirvofandi staðreyndar að um leið og ég myndi vakna yrði komið að kveðjustund,“ segir tónlistarkonan Róshildur. Hún var að senda frá sér lagið Tími, ekki líða og framleiddi sjálf samhliða því tónlistarmyndband. Blaðamaður ræddi við hana um verkefnið.

Sjá meira