Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er auð­vitað al­var­legt mál“

„Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“

Ást­hildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. 

Barna­málaráðherra eignaðist barn með tánings­pilti þegar hún var 22 ára

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum.

Vara við hættu á skriðum og grjót­hruni á Vest­fjörðum

Auknar líkur eru á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum en úrkomusamt veður verður bæði þar og á Snæfellsnesi í dag og nótt. Úrkoman er aðallega í formi rigningar en við hana bætist svo yfirborðsrennsli vegna leysinga. Gular viðvaranir eru í gildi á svæðinu vegna sunnan hvassviðris.

Einar segir Sam­fylkinguna hafa hótað meiri­hluta­slitum þremur dögum fyrr

Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka.

Segist mjög á­nægður og ekki hafa mis­reiknað sig

„Nú er þetta bara svona. Við sjáum hvað verður. Ég tel mig allavega hafa tekið rétta ákvörðun sama hvernig þetta spilast af því að ég hef umboð kjósenda til að berjast fyrir breytingum og ef ég tel mig ekki get knúið þær áfram í því samstarfi sem ég er í þá er betra að láta villta vinstrið bara reyna sig.“

Sjá meira