Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins

Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi.

Hræði­legt að missa sam­skipti við um­heiminn og veiðigjöldin

Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi.

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta árs­fjórðungi

Flugfélagið Play tapaði 26,8 milljónum bandaríkjadala eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en það jafngildir um 3,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að um framför sé að ræða frá sama tímabili í fyrra þegar tapið var 27,2 milljónir bandaríkjdalir.

Allt í rugli á Rauða­hafi

Orrustuþota bandaríska hersins, af gerðinni F/A-18 Super Hornet, féll í sjóinn og sökk niður á botn Rauðahafs. Bandaríski sjóherinn greinir frá þessu, en þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem mál tengd sama flugmóðurskipinu komast í fréttir.

Veitinga­maður á­kærður fyrir hundrað milljóna skatt­svik

Stefán Magnússon veitingamaður hefur verið ákærður fyrir hundrað milljón króna skattsvik. Brotin á hann að hafa framið á árunum 2020 til 2023 þegar hann var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður tveggja félaga, annars vegar Steikar ehf. og hins vegar Gourmet.

Snorri og Nadine eignuðust son

Hjónin Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hafa eignast son.

Fólk eigi ekki að breyta sínu dag­lega lífi vegna frá­sagna af hóp­nauðgun

„Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina.

Sam­bands­leysi í suðri og óviðunandi á­stand í fangelsum

Samgöngutruflanir og sambandsleysi urðu á Spáni og Portúgal eftir að rafmagn fór af löndunum tveimur í dag. Íslendingar á Spáni lýsa mikilli óvissu um ástandið og framhaldið. Við fjöllum um rafmagnsleysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræðum við rafmagnsverkfræðing um málið, og mögulegar orsakir.

Sjá meira