Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Maður sem er grunaður um tvær líkamsárásir sætir gæsluvarðhaldi vegna þeirra en líka vegna ólöglegrar dvalar hans hér á landi. Önnur árásanna er sögð hafa verið tilefnislaus og ofsafengin. 18.2.2025 14:01
Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. 18.2.2025 11:28
Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. 17.2.2025 16:55
Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. 17.2.2025 15:03
Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Suður-kóreska leikkonan Kim Sae-ron er látin 24 ára gömul. Hún fannst látin á heimili sínu í Seoul á sunnudag, en samkvæmt New York Times féll hún fyrir eigin hendi. 17.2.2025 12:31
Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega. 15.2.2025 20:03
Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Starfsfólk Breiðholtsskóla segist harma úrræðaleysi stjórnvalda, en undanfarna daga hefur verið fjallað um ógnarástand í einum árgangi skólans þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sagt eiga sér stað. 14.2.2025 13:40
Skotvopn fannst á þaki Laugalækjarskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærkvöldi hald á skotvopn sem fannst á þaki Laugalækjarskóla. 14.2.2025 11:53
Rúmur helmingur vill að styrkirnir verði endurgreiddir Rétt rúmur helmingur landsmanna er á þeirri skoðun að stjórnmálaflokkar ættu að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu úr ríkisjóði á meðan þeir uppfylltu ekki skilyrði til að fá umrædda styrki. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu. 14.2.2025 08:36
Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Talsverður lægðagangur er langt sunnan lands næstu daga, en hæðasvæði er norður af Jan Mayen. Að sögn Veðurstofunnar er búist við því að í sameiningu muni þessi veðrakerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari. 14.2.2025 07:45