Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Sjö voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vegna máls þar sem einn var stunginn þrisvar með hnífi og annar laminn í höfuðið í gærkvöldi. Svo kom til átaka milli annarra, hvort sem það mál tengist hinu er ekki ljóst að svo stöddu, en vegna þess máls voru þrír handteknir. 22.3.2025 09:28
Með rólegasta móti Það er útlit fyrir að veður verði með rólegasta móti á landinu í dag, segir í textaspá Veðurstofunnar. Búist er við hægum vindi og einhverjum éljum á sveimi. Hiti verði 0 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark á Norðaustur- og Austurlandi. 22.3.2025 08:33
George Foreman er látinn Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari. 22.3.2025 07:45
„Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi. 21.3.2025 12:45
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21.3.2025 08:25
Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, vegna meintrar stunguárásar sem mun hafa átt sér stað í Reykjavík árið 2020. 21.3.2025 07:01
Nafn hins látna í manndrápsmálinu Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um. 20.3.2025 20:14
Börn hafi reynt að drepa önnur börn Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum. 20.3.2025 16:55
Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að ganga berserksgang á hótelherbergi á Hótel Stracta á Hellu í janúar 2023. 20.3.2025 15:42
Hersir til Símans Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum 20.3.2025 12:00