Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar. 15.2.2025 07:00
Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Yfirvísindakona Carbfix segir að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar í Hafnarfirði sé mikilvægur gæðastimpill. Jákvætt umhverfismat sé forsenda frekari vinnu við samninga og umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir verkefnið. 14.2.2025 16:02
Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Björgunarskip Landsbjargar dró skuttogara til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun. Þá voru liðnar 32 klukkustundir frá því að skipið fékk veiðarfæri í skrúfuna norðvestur af Látrabjargi. 14.2.2025 12:38
Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Kolefnisförgunarstöð sem Carbfix vill reisa í Hafnarfirði eru ekki talin líkleg til þess að hafa áhrif á vatnsból eða valda jarðskjálftavirkni sem fólk verði vart við í áliti Skipulagsstofnunar. Stofnunin segir að sérstaklega þurfi hins vegar að vakta hvort stöðin gæti haft neikvæð áhrif á einstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík. 14.2.2025 12:05
Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Stofnandi og fyrrverandi forstjóri rafmyntafyrirtækisins Celsius, játaði sig sekan um fjársvik fyrir dómstól í New York á þriðjudag. Hann var ákærður fyrir að blekkja viðskiptavini til að fjárfesta í rafmynt sinni á sama tíma og hann seldi eigin hlut á uppsprengdu verði. 14.2.2025 10:51
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14.2.2025 08:51
Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Flugfélagið Norlandair ætlar ekki að halda áfram áætlunarflugi til Húsavíkur eftir að núgildandi samningur þess við ríkið rennur út um miðjan mars. Byggðaráð Norðurþing skorar á samgönguráðherra að tryggja flug til Húsavíkur allt árið. 13.2.2025 15:26
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13.2.2025 14:07
Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Dýrafræðingur óttast að erfitt verði að hafa hendur í hári sebrahests sem slapp úr dýragarði á Jótlandi í Danmörku í gær. Tveir aðrir sebrahestar sem sluppu voru fangaðir fljótt en sá þriðji er ófundinn. 13.2.2025 11:25
Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði að stöðva skyldi framkvæmdir við gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn. Félag brimbrettafólks kærði framkvæmdina en félagið hefur staðið fyrir mótmælum við Þorlákshöfn í vikunni. 13.2.2025 09:55