Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svara auknum for­dómum og fá­fræði með já­kvæðni og list

Listamarkaðurinn Litrófan verður haldinn í fyrsta sinn á laugardaginn í húsnæði Borgarbókasafnsins í Grófinni. Vinirnir Elísabet Jana Stefánsdóttir og Kjartan Valur Kjartansson skipuleggja markaðinn sem er sérstaklega fyrir hinsegin og skynsegin listamenn. Þau segja markaðinn sitt svar við auknum fordómum og fáfræði gegn jaðarsettum hópum.

Lovísa Ósk nýr list­dans­stjóri Ís­lenska dans­flokksins

Lovísa Ósk Gunnarsdóttur hefur verið skipuð í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Logi Einarsson, M-menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað hana í embættið frá og með 1. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að alls hafi borist átta umsóknir um starfið.

Bannað að heita Gríndal og Illuminati

Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni.

Verð­bólga heldur á­fram að hjaðna

Verðbólga mælist nú 3,8 prósent og hefur ekki verið minni frá því í desember árið 2020 þegar hún mældist 3,6 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,37 prósent á milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri

Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag. 

Fjar­lægja plasthanska af dælum og gefa fjöl­nota í staðinn

Orkan fjarlægir næsta miðvikudag, 2. apríl, alla plasthanska af bensíndælum sínum. Í staðinn stendur öllum viðskiptavinum Orkunnar til boða að fá fjölnota dæluhanska sem hægt er að nota til að dæla. Ákvörðunin er byggð á umhverfissjónarmiðum. 

Óboðlegt að borgin haldi for­eldrum í ó­vissu lengur

Foreldrar skóla- og leikskólabarna Hjallastefnunnar í Reykjavík munu á morgun koma saman í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þeirri óvissu sem enn stendur um framtíð skólastarfsins í Reykjavík. Núverandi húsnæði skólans er sprungið og hefur skólinn beðið svara frá borginni um staðsetningu fyrir framtíðarhúsnæði um árabil.

Börn upp­lifi sig van­máttug í sam­skiptum við réttar­kerfið

Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu.

„Frá­leitt að halda því fram að þetta muni kné­setja út­gerðina”

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lík­legast að næsta gos verði stærra en fyrri gos

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram en hægt hefur á hraða landriss síðustu vikur. Veðurstofan telur enn líklegast að kvikusöfnunartímabilinu ljúki með kvikuhlaupi eða eldgosi sem komi upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni.

Sjá meira