Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aftur hækkað tolla á Kína, nú í 145 prósent úr þeim 125 prósentum sem þeir voru hækkaðir í í gær. Tuttugu prósentin lagði hann á í dag sem sérstakan toll vegna innflutnings fentanyls og annarra tengdra vara til Bandaríkjanna. 10.4.2025 17:36
Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segist hafa verið skammaður fyrir að vilja halda góðu sambandi við Bandaríkin. Það sé þó mikilvægt að gera það. Best sé fyrir Íslendinga að bíða og sjá hvernig tollastríðið þróist. Baldur segir mögulegar afleiðingar tollastríðsins að spenna minnki á milli Evrópu og Kína. 10.4.2025 00:05
Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Ameríska tímaritið og vefmiðillinn Variety hefur útnefnt Bíó Paradís sem eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum um allan heim. Í umsögn er talað um hönnun innanhús og að það sé hægt að leigja það fyrir viðburði. Þá er einnig talað um aðgengi að erlendum kvikmyndum. 9.4.2025 23:04
Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu. 9.4.2025 23:01
Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir. 9.4.2025 22:31
Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Bilun varð í kvöld í stofnneti Ljósleiðarans sem olli víðtækum bilunum á netsambandi hjá viðskiptavinum Ljósleiðarans, þar á meðal Vodafone. Í tilkynningu frá Ljósleiðaranum kemur fram að bilunin hafi haft víðtæk áhrif á netþjónustu í um tuttugu mínútur. 9.4.2025 21:43
Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. 9.4.2025 20:57
Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. 9.4.2025 19:41
Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Matvælastofnun, MAST, hefur lokið athugun sinni á meintri illri meðferð hryssa við blóðtöku á bæ á Íslandi. Stofnunin metur að á einum bæ á Íslandi hafi komið fram alvarleg frávik varðandi meðferð og umgengni við hryssur við blóðtöku. 9.4.2025 19:07
Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Barnabónus er nýtt verkefni sem Bónus hefur hleypt af stokkunum til að styðja við bakið á barnafjölskyldum og létta þeim lífið í þessum nýja kafla lífsins. 9.4.2025 18:42