Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2025 20:57 Andrés Ingi, framkvæmdastjóri DÍS, segir óásættanlegt að stjórnvöld bregðist ekki við og láti þetta viðgangast lengur. Samsett Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. Ný skýrsla sem unnin var af samtökunum um stöðuna í september 2024 sýni að enn viðgangist óboðleg meðferð hrossa á bæjum þar sem blóðtaka er stunduð til að framleiða PMSG [e. Pregnant Mare Serum Gonadotropin]. Samtökin þrjú kalla eftir tafarlausu banni á framleiðslu, innflutningi og notkun frjósemishormóns PMSG og segja það framleitt með óásættanlegum aðferðum. Þá kalla þau einnig eftir því að starfsleyfi Ísteka verði ekki endurnýjað. Leyfið rennur út í október á þessu ári. Í fréttatilkynningu frá Dýraverndunarsambandi Íslands, DÍS, kemur fram að fjöldi erlendra og innlendra samtaka á sviði dýravelferðar skori á íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að stöðva framleiðslu, innflutning og notkun á frjósemishormóninu PMSG [e. Pregnant Mare Serum Gonadotropin]. Fram kom í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í kvöld að stofnunin hefði lokið skoðun á erindi frá samtökunum tveimur og komist að þeirri niðurstöðu að á einum bæ hefðu komið fram alvarleg frávik varðandi bæði meðferð og umgengni við hryssur. „Þessir erlendu samstarfsaðilar okkar hafa árum saman dregið fram skýr dæmi þess að blóðtaka úr fylfullum hryssum getur ekki staðist lög um velferð dýra. Stjórnvöld hafa allt of lengi leyft þessari illu meðferð á dýrum að viðgangast, þvert gegn betri vitund,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands, í tilkynningu. Andrés Ingi er framkvæmdastjóri DÍS. Vísir/Einar Þar gagnrýnir hann að MAST hafi í skoðun sinni aðeins fundið eitt frávik í þeim gögnum sem stofnuninni hafi verið afhent frá samtökunum þremur. „Matvælastofnun tók sér hátt í hálft ár til þess að ákveða hvort um brot væri að ræða og niðurstaða stofnunarinnar er sú að hún finni aðeins eitt frávik. Ekki er að sjá að því hafi fylgt stjórnsýslulegar afleiðingar. Það er óásættanlegt að stjórnvöld grípi ekki tafarlaust inn í til að tryggja velferð dýra,“ segir Andrés. Andrés bendir á að hryssurnar séu lítið tamdar og segir þær upplifa bæði ótta og sársauka við blóðtökuna. Þá segir hann nýjar upptökur sýna dýrin vera lamin, ýtt í þau með prikum og viðarplönkum og afli beitt til að binda þau. Þá séu höfuð hryssanna bundin upp í ónáttúrulega stöðu sem geti skapað hættu á skaða, sérstaklega á viðkvæmu svæðinu í kringum hálsinn. „Blóðtakan fer fram vikulega á átta vikna tímabili. Fimm lítrar eru teknir í hvert sinn úr fylfullum hryssum, en það er langt umfram alþjóðleg viðmið. Þetta veldur þreföldu álagi – hryssurnar eru oftast mjólkandi og með folald með sér, auk þess að vera fylfullar og þurfa að bæta fyrir blóðmissinn,“ segir Sabrina Gurtner, verkefnastjóri hjá AWF og TSB. Langflestum folöldum slátrað Hún segir folöld þeirra 5.000 hryssa sem notaðar séu í blóðmerahaldi líða líka fyrir framkvæmdina. Mörgum þeirra sé haldið frá mæðrum sínum á meðan blóðtöku stendur. Auk þess sé ekki markaður fyrir þennan fjölda folalda þannig að langstærstum hluta þeirra sé slátrað sem „aukaafurð“ við framleiðslu PMSG-hormónsins. Í sameiginlegri tilkynningu samtakanna segir að PMSG sé aðallega notað við ræktun svína í verksmiðjubúskap, þar sem það nýtist til að stýra því hvenær gyltur gjóta og auki frjósemi þeirra. Þá segja þau rannsókn AWF og TSB sýnir hins vegar að ill meðferð á dýrum er kerfisbundin þrátt fyrir að til dæmis Ísteka, sem sér um blóðtöku, hafi ítrekað haldið því gagnstæða fram. „Eftir rúm 40 ár í blóðbransanum ætti Ísteka að vera orðið ljóst að það er ekki hægt að taka blóð úr ótömdum hryssum án þess að beita ofbeldi,“ segir Sabrina Gurtner. Heimildamynd um þessar nýju uppljóstranir samtakanna um stöðu blóðmerahalds á Íslandi er aðgengileg hér að neðan. Árið 2022 fékk Ísteka starfsleyfi til að framleiða PMSG til þriggja ára. Íslensk stjórnvöld fengu formlega áminningu frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, árið 2023 eftir að hópur félagasamtaka kvartaði undan því að reglum um vernd dýra hefði ekki verið fylgt. Það breytti ekki gildistíma starfsleyfis fyrirtækisins. Sjá einnig: ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Ekki hægt að tryggja mannúðlega meðferð „Blóðmerahald er þess eðlis að það er ekki hægt að tryggja mannúðlega meðferð dýranna, en þannig starfsemi þarf einfaldlega að afleggja. Við skorum þess vegna á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt,“ segir Andrés Ingi, framkvæmdastjóri DÍS. Hann segir að lágmarki þurfi íslensk stjórnvöld að tryggja að Ísteka fái ekki endurnýjað starfsleyfi til blóðtöku úr fylfullum hryssum. Núverandi leyfi fyrirtækisins renni út í október 2025. „MAST má ekki og getur ekki endurnýjað leyfi Ísteka í núverandi lagaumhverfi. Þetta býður Íslandi upp á að loka þessum myrka kafla í sögu sinni og sýna gott fordæmi á sviði dýravelferðar,” segir Sabrina Gurtner frá dýraverndarsamtökunum AWF/TSB. Blóðmerahald Hestar Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum. 12. nóvember 2024 12:54 Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. 9. apríl 2024 14:55 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Ný skýrsla sem unnin var af samtökunum um stöðuna í september 2024 sýni að enn viðgangist óboðleg meðferð hrossa á bæjum þar sem blóðtaka er stunduð til að framleiða PMSG [e. Pregnant Mare Serum Gonadotropin]. Samtökin þrjú kalla eftir tafarlausu banni á framleiðslu, innflutningi og notkun frjósemishormóns PMSG og segja það framleitt með óásættanlegum aðferðum. Þá kalla þau einnig eftir því að starfsleyfi Ísteka verði ekki endurnýjað. Leyfið rennur út í október á þessu ári. Í fréttatilkynningu frá Dýraverndunarsambandi Íslands, DÍS, kemur fram að fjöldi erlendra og innlendra samtaka á sviði dýravelferðar skori á íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að stöðva framleiðslu, innflutning og notkun á frjósemishormóninu PMSG [e. Pregnant Mare Serum Gonadotropin]. Fram kom í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í kvöld að stofnunin hefði lokið skoðun á erindi frá samtökunum tveimur og komist að þeirri niðurstöðu að á einum bæ hefðu komið fram alvarleg frávik varðandi bæði meðferð og umgengni við hryssur. „Þessir erlendu samstarfsaðilar okkar hafa árum saman dregið fram skýr dæmi þess að blóðtaka úr fylfullum hryssum getur ekki staðist lög um velferð dýra. Stjórnvöld hafa allt of lengi leyft þessari illu meðferð á dýrum að viðgangast, þvert gegn betri vitund,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands, í tilkynningu. Andrés Ingi er framkvæmdastjóri DÍS. Vísir/Einar Þar gagnrýnir hann að MAST hafi í skoðun sinni aðeins fundið eitt frávik í þeim gögnum sem stofnuninni hafi verið afhent frá samtökunum þremur. „Matvælastofnun tók sér hátt í hálft ár til þess að ákveða hvort um brot væri að ræða og niðurstaða stofnunarinnar er sú að hún finni aðeins eitt frávik. Ekki er að sjá að því hafi fylgt stjórnsýslulegar afleiðingar. Það er óásættanlegt að stjórnvöld grípi ekki tafarlaust inn í til að tryggja velferð dýra,“ segir Andrés. Andrés bendir á að hryssurnar séu lítið tamdar og segir þær upplifa bæði ótta og sársauka við blóðtökuna. Þá segir hann nýjar upptökur sýna dýrin vera lamin, ýtt í þau með prikum og viðarplönkum og afli beitt til að binda þau. Þá séu höfuð hryssanna bundin upp í ónáttúrulega stöðu sem geti skapað hættu á skaða, sérstaklega á viðkvæmu svæðinu í kringum hálsinn. „Blóðtakan fer fram vikulega á átta vikna tímabili. Fimm lítrar eru teknir í hvert sinn úr fylfullum hryssum, en það er langt umfram alþjóðleg viðmið. Þetta veldur þreföldu álagi – hryssurnar eru oftast mjólkandi og með folald með sér, auk þess að vera fylfullar og þurfa að bæta fyrir blóðmissinn,“ segir Sabrina Gurtner, verkefnastjóri hjá AWF og TSB. Langflestum folöldum slátrað Hún segir folöld þeirra 5.000 hryssa sem notaðar séu í blóðmerahaldi líða líka fyrir framkvæmdina. Mörgum þeirra sé haldið frá mæðrum sínum á meðan blóðtöku stendur. Auk þess sé ekki markaður fyrir þennan fjölda folalda þannig að langstærstum hluta þeirra sé slátrað sem „aukaafurð“ við framleiðslu PMSG-hormónsins. Í sameiginlegri tilkynningu samtakanna segir að PMSG sé aðallega notað við ræktun svína í verksmiðjubúskap, þar sem það nýtist til að stýra því hvenær gyltur gjóta og auki frjósemi þeirra. Þá segja þau rannsókn AWF og TSB sýnir hins vegar að ill meðferð á dýrum er kerfisbundin þrátt fyrir að til dæmis Ísteka, sem sér um blóðtöku, hafi ítrekað haldið því gagnstæða fram. „Eftir rúm 40 ár í blóðbransanum ætti Ísteka að vera orðið ljóst að það er ekki hægt að taka blóð úr ótömdum hryssum án þess að beita ofbeldi,“ segir Sabrina Gurtner. Heimildamynd um þessar nýju uppljóstranir samtakanna um stöðu blóðmerahalds á Íslandi er aðgengileg hér að neðan. Árið 2022 fékk Ísteka starfsleyfi til að framleiða PMSG til þriggja ára. Íslensk stjórnvöld fengu formlega áminningu frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, árið 2023 eftir að hópur félagasamtaka kvartaði undan því að reglum um vernd dýra hefði ekki verið fylgt. Það breytti ekki gildistíma starfsleyfis fyrirtækisins. Sjá einnig: ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Ekki hægt að tryggja mannúðlega meðferð „Blóðmerahald er þess eðlis að það er ekki hægt að tryggja mannúðlega meðferð dýranna, en þannig starfsemi þarf einfaldlega að afleggja. Við skorum þess vegna á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt,“ segir Andrés Ingi, framkvæmdastjóri DÍS. Hann segir að lágmarki þurfi íslensk stjórnvöld að tryggja að Ísteka fái ekki endurnýjað starfsleyfi til blóðtöku úr fylfullum hryssum. Núverandi leyfi fyrirtækisins renni út í október 2025. „MAST má ekki og getur ekki endurnýjað leyfi Ísteka í núverandi lagaumhverfi. Þetta býður Íslandi upp á að loka þessum myrka kafla í sögu sinni og sýna gott fordæmi á sviði dýravelferðar,” segir Sabrina Gurtner frá dýraverndarsamtökunum AWF/TSB.
Blóðmerahald Hestar Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Þýskaland Sviss Tengdar fréttir Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum. 12. nóvember 2024 12:54 Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41 Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. 9. apríl 2024 14:55 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum. 12. nóvember 2024 12:54
Ekki óyggjandi sönnun fyrir meintu dýraníði blóðbónda að mati MAST Matvælastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að myndbrot sem meðal annars sýna manneskju sparka í höfuð fylfullrar hryssu séu ekki þess eðlis að stofnunin kæri til lögreglu og hefur lokað málinu. 12. ágúst 2024 19:41
Ekki nægar ástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka Matvælastofnun telur ekki nægar málsástæður til að afturkalla starfsleyfi Ísteka og mun starfsemi fyrirtækisins halda áfram á grundvelli leyfis sem gildir til októbermánaðar 2025. 9. apríl 2024 14:55