Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Kjósandi sem kaus á Kjarvalsstöðum í dag setti óvart vegabréfið sitt með kjörseðlinum ofan í kjörkassann. Viðkomandi getur ekki sótt vegabréfið fyrr en búið er að telja atkvæðin. 30.11.2024 22:24
„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun. 30.11.2024 20:31
Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Kjörsókn fór hægar af stað í morgun en í síðustu kosningum en tók við sér þegar líða tók á daginn. Formaður yfirkjörstjórnar segir engar meiriháttar uppákomur hafa komið upp. Ekki þurfti að fresta neinum kjörfundi en talning gæti tekið meiri tíma á landsbyggðinni í ljósi færðar. 30.11.2024 19:17
Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðvegi við Arnarnesbrú upp úr fimm síðdegis. Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar en meiðsli virðast vera lítilháttar. Umferðarteppa hefur myndast niður að Hamraborg. 30.11.2024 18:34
Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss. 30.11.2024 17:53
Mestu flokkaflakkararnir Minnkandi flokkshollusta í íslenskri pólitík og lítill munur á stefnumálum hefur gert það að verkum að stjórnmálamenn eru farnir að flakka í meiri mæli á milli flokka. En spurningin er hver er mesti flokkaflakkarinn? 30.11.2024 02:05
Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Sjálfstæðisflokkurinn stekkur upp um 3,1 prósentustig og tekur fram úr Viðreisn í nýjustu könnun Maskínu. Samfylkingin bætir lítillega við sig og mælist áfram stærst en Viðreisn dalar um tvö prósentustig. Botnbaráttan herðist en litlar breytingar er að sjá þess utan. 30.11.2024 00:10
„Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Yfirkjörstjórnir landsins vinna nú að því að gera allt klárt fyrir kosningar á morgun en veður gæti sett strik í reikninginn. Vegagerðin hefur ráðið fleiri verktaka og fjölgað tækjum. Ef ekki tekst að opna alla kjörstað þarf að fresta talningu. 29.11.2024 21:14
Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Ís er farinn að hrannast upp aftur í farvegi Ölfusár neðan og við Selfoss. Vegna stíflunnar er vatnshæð árinnar komin upp í fjóra metra og hefur ekki verið hærri síðan árið 2020. 29.11.2024 20:16
Auðir og ógildir með kosningakaffi Kosningakaffi fyrir auða og ógilda verður haldið í Tjarnarbíó á morgun frá fjögur til sex. Boðið verður upp á vöfflur og barmmerki eins og um alvöru stjórnmálahreyfingu sé að ræða. 29.11.2024 18:54