Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Breska leikkonan Aimee Lee Wood hefur fengið sjaldséða afsökunarbeiðni frá aðstandendum sketsaþáttanna SNL eftir að hún lýsti yfir óánægju með „illkvittinn og ófyndinn“ skets þar sem var gert grín að tönnum hennar. 14.4.2025 08:47
Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Ítalskur heilafúi er nýjasta æðið sem skekur samfélagsmiðla. Hann einkennist af gervigreindarmyndum og myndskeiðum af ókennilegum kynjadýrum sem bera ítölsk bullunöfn. Bent hefur verið á undir sakleysislegu bullinu sé fordómafullur kjarni. 14.4.2025 07:15
Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Taylor Swift er sögð hafa hótað Kanye West lögsókn eftir að rapparinn viðhafði klúr ummæli um söngkonuna og lýsti því yfir að hann vildi sofa hjá henni. 11.4.2025 16:13
Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki. 11.4.2025 11:58
Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Spænsk fjölskylda sem lést í þyrluslysi í New York í gærkvöldi lét taka myndir af sér við þyrluna áður en þau fóru í loftið. Myndirnar var hægt að kaupa á 25 dali á vefsíðu þyrlufyrirtæksins í fjóra klukkutíma eftir slysið. 11.4.2025 08:52
Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 10.4.2025 21:00
Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Hellisheiði verður lokað til vesturs frá miðnætti til klukkan þrjú í nótt vegna vinnu við ljósleiðara og vegna þrifa verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum frá miðnætti til hálf sjö í fyrramálið. 10.4.2025 20:26
Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ísteka segist fordæma „hverskyns ofbeldi,“ sér í lagi gagnvart hryssum sem fyrirtækið fær hráefni úr. Mál vinnumanns sem beitti hryssur ofbeldi í fyrra hafi verið afgreitt og bærinn fái að selja blóð að uppfylltum skilyrðum. Fyrirtækið segir bændur hugsi yfir njósnum og myndbandsupptökum af bændum úr launsátri. 10.4.2025 19:44
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Leikarinn Mickey Rourke, sem keppir um þessar mundir í Celebrity Big Brother, hlaut formlega viðvörun frá stjórnendum þáttarins eftir hómófóbísk ummæli hans í garð tónlistarkonunnar Jojo Siwa. 10.4.2025 17:51
Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt reiknivél til að sýna áhrif fyrirhugaðs afnáms samnýtingar skattþrepa hjóna og sambúðarfólks á greiðslu tekjuskatts. 10.4.2025 16:55